„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2015 12:00 Lögreglumenn mega skv. lögum ekki blanda sér í vinnudeilur með beinum hætti. Vísir/Pjetur Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00 Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00
Verkfall 2016 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira