Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Bjarki Ármannsson skrifar 15. september 2015 17:30 Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur var samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. „Reykjavíkurborg sýnir með samþykkt þessarar tillögu að hún styður rétt Palestínumanna til sjálfstæðs og fullvalda ríkis [...] og lætur í ljósi vanþóknun sína á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael,“ segir í tillögunni. Tillagan er sú síðasta sem Björk leggur fram í borgarstjórn en hún hættir störfum sínum þar í dag. Björk hefur lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna ásamt eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, formanni samtakanna Ísland-Palestína, og hyggst hún flytja til Palestínu í vetur og starfa sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun,” útskýrði Björk í síðasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem vakti mikla athygli, fyrst og fremst vegna ummæla Bjarkar um velferðarkerfi borgarinnar.Sjá einnig: Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Björk var fyrst kjörin í borgarstjórn árið 2002 og hefur því setið þar samfleytt í þrettán ár. Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti hennar í velferðarnefnd.Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útf...Posted by Björk Vilhelmsdóttir on 15. september 2015 Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. „Reykjavíkurborg sýnir með samþykkt þessarar tillögu að hún styður rétt Palestínumanna til sjálfstæðs og fullvalda ríkis [...] og lætur í ljósi vanþóknun sína á kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Ísrael,“ segir í tillögunni. Tillagan er sú síðasta sem Björk leggur fram í borgarstjórn en hún hættir störfum sínum þar í dag. Björk hefur lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna ásamt eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, formanni samtakanna Ísland-Palestína, og hyggst hún flytja til Palestínu í vetur og starfa sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. „Maður getur svo sem ekki skipulagt sig alveg frá a-ö því það gerist svo margt óvænt í Palestínu. En planið er að fara að vinna í bændasamfélagi þar sem er ólífuræktun,” útskýrði Björk í síðasta Föstudagsviðtali Fréttablaðsins sem vakti mikla athygli, fyrst og fremst vegna ummæla Bjarkar um velferðarkerfi borgarinnar.Sjá einnig: Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Björk var fyrst kjörin í borgarstjórn árið 2002 og hefur því setið þar samfleytt í þrettán ár. Heiða Björk Hilmisdóttir tekur sæti hennar í velferðarnefnd.Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útf...Posted by Björk Vilhelmsdóttir on 15. september 2015
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Guðlaugur Þór segir Björk Vilhelmsdóttur fara með heilbrigða skynsemi Þingmaðurinn hvetur velferðarnefnd til þess að fara yfir lög um félagsþjónustu sveitarfélaganna með það að augnamiði að heimila skilyrðingu fjárhagsaðstoðar. 15. september 2015 14:22
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00