Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 10:24 Björk Vilhelmsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson. Vísir/Vilhelm Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015 Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þegar Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi innbyggða „veikleikavæðingu“ í Föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið olli hún ekki aðeins titringi í röðum Samfylkingarinnar heldur einnig inni á heimili sínu. Eiginmaður Bjarkar, Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, segist á Facebook ekki vera sammála skoðun eiginkonu sinnar.Sjá einnig: Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Ummæli Bjarkar sem vöktu svo mikla eftirtekt og komu illa á þá sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi voru eftirfarandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“Hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu Sveinn Rúnar segir það vera grundvallaratriði hjá sér að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu. „Hvort sem atvinnuleysi, sjúkdómur eða örorka herja á eða þá að viðkomandi er í SVE, samtökum vinnufælinna einstaklinga. Svipan á ekki við, í formi skerðinga á félagsbótum, til að fá fólk í vinnu. Ég skil Björk vel og veit að hún meinar vel. En aðlöðun verður að duga, því að ekki verður fólk látið eta það sem úti frýs. Eða hvað?“ Sveinn útskýrir þennan ágreining í athugasemd við skrif sín, sem hefur verið uppi á heimili hans og annar staðar í samfélaginu sem varðar það hvort félagsráðgjafar og þjónustumiðstöðvar eigi að fá rétt til að neita fólki um eða skerða grunnframfærslu til einstaklinga sem neita vinnu, þó það sé að vinnufært að mati félagsráðgjafa.Einstaklingarnir þeir sem geta fullyrt um vinnufærni „Mín skoðun sem læknis, sem iðulega þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni (og stundum vinnufærni), er sú að sá sem endanlega getur fullyrt um vinnufærni eða ekki, er viðkomandi sjálfur. Ekki læknirinn eða félagsráðgjafinn,“ skrifar Sveinn. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki bara skotinn í þessari konu, heldur líka talsvert montinn af henni. Líka þótt ég sé...Posted by Sveinn Runar Hauksson on Friday, September 11, 2015
Tengdar fréttir Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Bjóða vinnufærum starf í stað aðstoðar Tæplega fjörutíu prósent færri þiggja fjárhagsaðstoð í Hafnarfjarðarbæ eftir aðstoðin varð skilyrt. Nýtt vinnulag hefur sparað yfir 70 milljónir króna. 12. september 2015 07:00
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00