Á að selja áfengi í matvörubúðum? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 17. september 2015 07:00 Á Íslandi hefur ríkt íhaldssöm áfengisstefna. Til merkis um það, þá var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Árið áður 1988 var neysla hvers Íslendings (18 ára og eldri) af áfengi 4,53 lítrar. Árið 2007 náði neysla áfengis ákveðnu hámarki eða 7,53 l á hvern einstakling. Því má álykta að með tilkomu bjórsins hafi áfengisneysla aukist töluvert. Á síðasta ári var áfengisneysla 7,18 l á hvern Íslending. Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Að neyta áfengis er ekki það sama og neyta gosdrykkjar eða mjólkur. Áfengi er vímugjafi og á að mínu mati ekkert erindi inn í stórmarkaði, heldur ætti vegna eðlis og skaðsemi þess að hindra sem mest aðgengi að áfengi. Helstu þættir áfengisvarnastefnu opinberra aðila eru og hafa verið öflugar forvarnir, hár áfengiskaupaaldur, háir áfengisskattar og takmarkað aðgengi að áfengi. Áfengisforvarnir hafa í gegnum tíðina verið mjög öflugar, bæði af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka eins og SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar og góðtemplarareglunnar. Áfengiskaupaaldur hefur verið hærri á Íslandi m.v. önnur lönd sem við berum okkur saman við. Það eru helst Svíþjóð og Finnland sem hafa sömu aldurstakmörk og Ísland. Áfengissala hefur verið undir stjórn ríkisins síðan áfengisbannið var afnumið að hluta árið 1922. Í dag rekur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 vínbúðir um allt land, sem tryggir nægilegt aðgengi að áfengi. Ef einni stoð af þeim fjórum sem áfengisstefna stjórnvalda byggist á yrði breytt mun afleiðingin verða meiri áfengisneysla. Sú aukning mun leiða til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu og stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu þurfa að eyða meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Í nýlegri sænskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstur myndi aukast, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund.[1] Í sumar dvaldist ég í Frakklandi. Ég skoðaði áfengisúrval í einum stórmarkaði. Áfengi var sú vara sem fékk mesta rýmið innan stórmarkaðarins. Bara hillurnar með áfengi voru 130 metrar á lengd! Í þessum stórmarkaði þurfti maður að ganga fram hjá áfenginu til að komast að mjólkurvörunum! Ekki mæli ég með þeirri þróun í stórmörkuðum hér á landi. Viðhöldum sama fyrirkomulagi Er ástæða til að breyta um stefnu? Nei. Við eigum að viðhalda sama fyrirkomulagi um sölu á áfengi eins og er í dag. Ég veit ekki annað en að Íslendingar séu sáttir með þá stefnu sem hefur ríkt í áfengismálum og því tel ég að við eigum að halda í okkar íhaldssömu stefnu í áfengismálum. Hún hefur reynst ágætlega og sem dæmi um árangur má benda á niðurstöður rannsókna um vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi 1997-2013.[2] Sú könnun sýndi að árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013. Mín skoðun er sú að við eigum að viðhalda okkar íhaldssömu stefnu í áfengisvörnum sem við höfum haft undanfarna áratugi. Að mínu mati á ekki að selja áfengi í matvöruverslunum því það mun leiða til aukinnar áfengisneyslu. [1] Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden. T. Norström, T. Miller, H. Holder, E. Österberg, M. Ramstedt, I.Rossow, T. Stockwell. [2] http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur ríkt íhaldssöm áfengisstefna. Til merkis um það, þá var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Árið áður 1988 var neysla hvers Íslendings (18 ára og eldri) af áfengi 4,53 lítrar. Árið 2007 náði neysla áfengis ákveðnu hámarki eða 7,53 l á hvern einstakling. Því má álykta að með tilkomu bjórsins hafi áfengisneysla aukist töluvert. Á síðasta ári var áfengisneysla 7,18 l á hvern Íslending. Áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Að neyta áfengis er ekki það sama og neyta gosdrykkjar eða mjólkur. Áfengi er vímugjafi og á að mínu mati ekkert erindi inn í stórmarkaði, heldur ætti vegna eðlis og skaðsemi þess að hindra sem mest aðgengi að áfengi. Helstu þættir áfengisvarnastefnu opinberra aðila eru og hafa verið öflugar forvarnir, hár áfengiskaupaaldur, háir áfengisskattar og takmarkað aðgengi að áfengi. Áfengisforvarnir hafa í gegnum tíðina verið mjög öflugar, bæði af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka eins og SÁÁ, íþróttahreyfingarinnar og góðtemplarareglunnar. Áfengiskaupaaldur hefur verið hærri á Íslandi m.v. önnur lönd sem við berum okkur saman við. Það eru helst Svíþjóð og Finnland sem hafa sömu aldurstakmörk og Ísland. Áfengissala hefur verið undir stjórn ríkisins síðan áfengisbannið var afnumið að hluta árið 1922. Í dag rekur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins 48 vínbúðir um allt land, sem tryggir nægilegt aðgengi að áfengi. Ef einni stoð af þeim fjórum sem áfengisstefna stjórnvalda byggist á yrði breytt mun afleiðingin verða meiri áfengisneysla. Sú aukning mun leiða til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu og stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu þurfa að eyða meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Í nýlegri sænskri rannsókn var rannsakað hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstur myndi aukast, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund.[1] Í sumar dvaldist ég í Frakklandi. Ég skoðaði áfengisúrval í einum stórmarkaði. Áfengi var sú vara sem fékk mesta rýmið innan stórmarkaðarins. Bara hillurnar með áfengi voru 130 metrar á lengd! Í þessum stórmarkaði þurfti maður að ganga fram hjá áfenginu til að komast að mjólkurvörunum! Ekki mæli ég með þeirri þróun í stórmörkuðum hér á landi. Viðhöldum sama fyrirkomulagi Er ástæða til að breyta um stefnu? Nei. Við eigum að viðhalda sama fyrirkomulagi um sölu á áfengi eins og er í dag. Ég veit ekki annað en að Íslendingar séu sáttir með þá stefnu sem hefur ríkt í áfengismálum og því tel ég að við eigum að halda í okkar íhaldssömu stefnu í áfengismálum. Hún hefur reynst ágætlega og sem dæmi um árangur má benda á niðurstöður rannsókna um vímuefnanotkun unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi 1997-2013.[2] Sú könnun sýndi að árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013. Mín skoðun er sú að við eigum að viðhalda okkar íhaldssömu stefnu í áfengisvörnum sem við höfum haft undanfarna áratugi. Að mínu mati á ekki að selja áfengi í matvöruverslunum því það mun leiða til aukinnar áfengisneyslu. [1] Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden. T. Norström, T. Miller, H. Holder, E. Österberg, M. Ramstedt, I.Rossow, T. Stockwell. [2] http://www.rannsoknir.is/media/rg/skjol/Throun-vimuefnaneyslu-ungmenna-a-Islandi-1997-til-2013-L.pdf
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun