Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. september 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Ákvörðun borgarstjórnar um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael hefur lítið vægi að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. „Þar gilda ákveðnar reglur þegar kemur að ríki og sveitarfélögum og hvort sveitarfélögum er heimilt að mismuna með þessum hætti. Gunnar Bragi segir að lög sem eru í gildi frá árinu 2008 varðandi þvinganir geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geti tekið undir og staðið í þvingunum sem beitt er af alþjóðastofnunum, ríkjabandalögum og slíku. „Áhrifin á Ísrael eru vitanlega engin þegar Reykjavíkurborg gerir þetta. Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá gæti þetta hugsanlega haft einhver áhrif,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist líka velta því fyrir sér hvort meirihlutinn í borgarstjórn, sem stendur einn að baki samþykkt þessarar ályktunar, hafi tekið þessa ákvörðun á grundvelli flokkssamþykkta sinna flokka eða í samráði við þingflokka þeirra á Alþingi.Pétur Dam LeifssonPétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk rugli þessari ákvörðun alls ekki saman við eiginlegar þvingunarráðstafanir af hálfu ríkja en veltir því fyrir sér hvort þessi ályktun borgarstjórnar feli ekki frekar í sér einhvers konar tilmæli borgarstjórnar til stofnana borgarinnar fremur en eiginlegar þvinganir. „Það er ýmsum spurningum ósvarað. Er um að ræða reglur eða aðeins tilmæli og hvaða þýðingu hefur það þá ef ekki er farið eftir þessu?“ spyr Pétur Dam þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. „Einkaaðilar mega auðvitað almennt beina viðskiptum sínum þangað sem þeir vilja og sama gildir almennt um einkaréttarleg viðskipti sveitarfélaga og hins opinbera svo lengi sem gætt er að almennum sjónarmiðum og lögum varðandi bann við mismunun, útboðsskyldu, og svo framvegis.“ Pétur Dam segist telja það vera harla óvenjulegt að sveitarfélög reki einhverja stefnu af þessu tagi gagnvart einstökum ríkjum. „Og við slíkar aðstæður hlýtur þá að rísa spurning um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Það kunna þá undir vissum kringumstæðum að vakna spurningar um það hvort ríkinu finnist sveitarfélagið mögulega vera að feta brautir sem nálgast valdmörk ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af því að utanríkismál og utanríkisviðskipti heyra jú undir það.“ Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ákvörðun borgarstjórnar um að borgin sniðgangi vörur frá Ísrael hefur lítið vægi að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup. „Þar gilda ákveðnar reglur þegar kemur að ríki og sveitarfélögum og hvort sveitarfélögum er heimilt að mismuna með þessum hætti. Gunnar Bragi segir að lög sem eru í gildi frá árinu 2008 varðandi þvinganir geri ráð fyrir að íslensk stjórnvöld geti tekið undir og staðið í þvingunum sem beitt er af alþjóðastofnunum, ríkjabandalögum og slíku. „Áhrifin á Ísrael eru vitanlega engin þegar Reykjavíkurborg gerir þetta. Ef það væru fleiri aðilar að þessu þá gæti þetta hugsanlega haft einhver áhrif,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist líka velta því fyrir sér hvort meirihlutinn í borgarstjórn, sem stendur einn að baki samþykkt þessarar ályktunar, hafi tekið þessa ákvörðun á grundvelli flokkssamþykkta sinna flokka eða í samráði við þingflokka þeirra á Alþingi.Pétur Dam LeifssonPétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk rugli þessari ákvörðun alls ekki saman við eiginlegar þvingunarráðstafanir af hálfu ríkja en veltir því fyrir sér hvort þessi ályktun borgarstjórnar feli ekki frekar í sér einhvers konar tilmæli borgarstjórnar til stofnana borgarinnar fremur en eiginlegar þvinganir. „Það er ýmsum spurningum ósvarað. Er um að ræða reglur eða aðeins tilmæli og hvaða þýðingu hefur það þá ef ekki er farið eftir þessu?“ spyr Pétur Dam þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. „Einkaaðilar mega auðvitað almennt beina viðskiptum sínum þangað sem þeir vilja og sama gildir almennt um einkaréttarleg viðskipti sveitarfélaga og hins opinbera svo lengi sem gætt er að almennum sjónarmiðum og lögum varðandi bann við mismunun, útboðsskyldu, og svo framvegis.“ Pétur Dam segist telja það vera harla óvenjulegt að sveitarfélög reki einhverja stefnu af þessu tagi gagnvart einstökum ríkjum. „Og við slíkar aðstæður hlýtur þá að rísa spurning um samstarf ríkis og sveitarfélaga. Það kunna þá undir vissum kringumstæðum að vakna spurningar um það hvort ríkinu finnist sveitarfélagið mögulega vera að feta brautir sem nálgast valdmörk ríkis og sveitarfélaga með hliðsjón af því að utanríkismál og utanríkisviðskipti heyra jú undir það.“
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira