Skyndibiti fyrir 650 milljónir í ágúst Snærós Sindradóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Fjóla Sigurðardóttir, matráður í Lobster hut, veltir milljónum á viðskiptum við ferðamenn. VÍSIR/ANTON Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtalsvert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og matráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibitaflórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitingaþjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“Geir Gunnar MarkússonAðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmtistöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsalega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Prófaðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndibitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtalsvert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og matráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibitaflórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitingaþjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“Geir Gunnar MarkússonAðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmtistöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsalega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Prófaðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndibitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira