„Marga dreymir um að vera læknar og í hvaða háskóla þeir ætla. Minn draumur var körfubolti,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Landsliðsmaðurinn, sem fagnar 33 ára afmæli á mánudag, er nýmættur til Valencia á Spáni þar sem hann mun spila næstu þrjá mánuðina í það minnsta. Að baki er riðlakeppni Evrópumótsins í Berlín þar sem okkar menn, þrátt fyrir að tapa öllum fimm leikjum sínum, stóðu sig vonum framar. Bestu landslið Evrópu áttu fullt í fangi með snögga og baráttuglaða íslenska stráka sem unnu hug og hjörtu stuðningsmanna annarra þjóða, hvort sem var í Berlín eða heima í stofu um alla álfuna. Langflestir áttu von á að okkar drengir yrðu leiddir til slátrunar leik eftir leik en svo var ekki. Tapið gegn Tyrkjum eftir framlengingu í lokaleiknum sveið sárt að sögn Jóns.Sjá einnig:„Hvað er málið með þennan númer átta?“ „Okkur leið eins og þetta væri að falla með okkur. Við hefðum átt að taka hann. Það svíður eftir á,“ segir landsliðsmaðurinn og byrjar að telja upp nöfn liðsfélaga sinna af aðdáun. Upptalningin hættir enda Jón Arnór að verða búinn að telja upp alla leikmenn liðsins. Þrátt fyrir fimm töp ræðir hann um „velgengni landsliðsins“, sem segir ansi mikið. „Lykillinn að þessu var að við vorum fullir sjálfstrausts, svo orkumiklir og andinn var náttúrulega bara geðveiki. Við getum verið stoltir af því,“ segir Jón Arnór. Hann skrifaði undir þriggja mánaða samning við Valencia BC eftir tapið gegn Tyrkjum. Samningurinn er í styttra lagi en Jón Arnór segir einn þjálfarann þegar hafa sagst vonast til að framlengja samninginn. „Við byrjum á þremur mánuðum,“ segir Jón.1982 árgangur KR í minniboltanum. Jón Arnór er í efstu röð númer níu. Hlynur Bæringsson er númer 13 við hlið Jóns, Jakob Örn SIgurðarson númer sjö í neðstu röð, annar frá vinstri, og Helgi Már Magnússon lengst til hægri í sömu röð.Mynd/Benedikt GuðmundssonFlökkuðu um hverfið með sófa Íþróttahæfileikarnir urðu snemma ljósir hjá Jóni Arnóri sem ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Hann spilaði fótbolta í hverfisliðinu Fram en svo var það rúntur vestur í bæ, ýmist í strætó eða foreldrabílum, á æfingar með KR í körfunni. Jón Arnór rifjar upp NBA-körfuboltasprenginguna sem varð hér á landi snemma á tíunda áratugnum. Óhætt er að segja að Jón Arnór og félagar í Laugarnesinu hafi orðið fyrir áhrifum. „Við gerðum ekkert annað en að spila „streetball“ (götubolta), hvort sem var á sumrin eða veturna,“ segir Jón Arnór. Á tímabili var gamall leðursófi með þeim í för vallanna á milli auk gettóblasters þar sem ekkert komst að nema rappið. Jón rifjar upp götukörfuboltamót sem haldið var hér á landi sumarið 1994 og lauk með úrslitum í Laugardalnum. „Það muna allir eftir þessu móti. Uppsetningin í Laugardalnum var svakalega flott, fullt af aldursflokkum og frábært veður,“ segir Jón í nostalgíustuði. Þrír spiluðu gegn þremur, og auk Jóns Arnórs skipuðu liðið Andri Fannar Ottósson, Hjalti Kristinsson og Helgi Már Magnússon. Allir æfðu þeir saman með KR sem var með fáheyrða yfirburði í 1982 árganginum. Helgi Már varð einnig atvinnumaður í íþróttinni og spilar með Jóni í íslenska landsliðinu. Það var ekki erfið ákvörðun að velja körfuboltann fram yfir fótboltann að sögn Jóns Arnórs. Lífið snerist um körfubolta. Þar æfði hann með nokkrum árgöngum, spilaði með yngri landsliðum og þar voru vinirnir. Undir lokin í fótboltanum hafi honum boðist að mæta bara í leikina enda ekki gefist tími til æfinga. „Ég reyndi eins og ég gat en undir lokin hafði ég ekkert gaman af því.“ Jón segir að á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða sumarið 1996 hafi runnið upp fyrir honum hve miklir möguleikar hans voru ytra. Þar fékk hann samanburðinn við þá bestu á Norðurlöndunum, stóð þeim framar og var valinn besti leikmaður mótsins. Hæfileikarnir voru ekki aðeins miklir á íslenskan mælikvarða heldur alþjóðlegan.Að neðan má sjá svipmyndir frá Scania Cup árið 1996. KR rúllaði upp mótinu og Jón Arnór, í treyju númer 9, var valinn besti leikmaður mótsins. Stórt stökk sextán ára vestur um haf Jón Arnór hefur verið á flakki um heiminn í átján ár með stoppum hér heima inn á milli. Alls hefur hann spilað sem atvinnumaður með tíu félögum úti í heimi. Þýskaland, Bandaríkin, Rússland, Ítalía og Spánn hafa verið viðkomustaðir kappans á fjórtán ára atvinnumannsferli ytra. Hann fékk nasaþef og gott betur af lífinu utan Íslands þegar hann hélt til Bandaríkjanna sumarið eftir samræmdu prófin, þá á sextánda ári. Um fyrirheitna landið var að ræða þar sem bestu körfuboltamenn heimsins spila í NBA-deildinni. Menn á borð við átrúnaðargoð Jóns Arnórs, Michael Jordan. „Það var mjög stórt stökk,“ segir Jón Arnór. Um sumarið spilaði hann með liði sem þjálfari körfuboltaliðs Artesia High School hélt utan um. Um ólöglegt athæfi var að ræða sem þó var stundað um öll Bandaríkin þar sem þjálfarar menntaskólaliða settu upp leiki til að sjá leikmenn spila. Þeirra hagur var að finna frábæra leikmenn í skólaliðið, hvort sem var bandaríska eða erlenda. Þjálfarinn áttaði sig strax á hæfileikum Jóns Arnórs og bauð honum að spila með skólaliði Artesia. „Við pabbi fengum bara pappíra senda að utan, fórum bandaríska sendiráðið og ég var floginn út. Enginn spurði neinna spurninga,“ segir Jón. Fram undan voru fjögur ár í menntaskóla, þaðan er sjálfsagt skref í bandaríska háskólaboltann þar sem næsta skref er NBA-deildin. Planið átti heldur betur eftir að breytast.Jón Arnór var eltur á röndum af rannsóknarblaðamanni eftir æfingar í Artesia High School. Þá var hann 17 ára gamall.Bannað að ferðast til Bandaríkjanna „Ég var ungur og óharðnaður. Mættur í high school í gettói á Long Beach í Los Angeles. Það var mjög erfitt að vera að heiman og mig langaði svo oft að komast heim. Ég átti erfitt með að losna við þá tilfinningu.“ Hann hafi dvalið hjá góðri fjölskyldu og eignast góðan vin sem hafi hjálpað mikið. Í mars árið 2000 kom hins vegar meiriháttar babb í bátinn og allt í einu var Jón Arnór mættur til Íslands og byrjaður að spila með KR. Ævintýrinu úti var lokið og ástæðan var körfuboltaskandall sem vakti athygli um öll Bandaríkin. Í ljós kom að Jón Arnór og fleiri erlendir liðsfélagar hans höfðu verið skráðir í einkaskóla í Los Angeles til að fara í kringum reglurnar. Jón Arnór telur fjölmiðlaumfjöllunina hafa átt upptök sín hjá foreldrum leikmanna í skólanum sem fengu ekki að spila vegna alþjóðlegu leikmannanna. Í grunninn eigi skólaliðin að vera skipuð nemendum úr nágrenninu, ekki upprennandi körfuboltastjörnum héðan og þaðan úr heiminum. Lið Artesia var ógnarsterkt, að margra mati það sterkasta í landinu, og hafði fengið mikla umfjöllun.Sjá umfjöllun L.A. Times um skandalinn þegar hann fyrst kom upp „Þegar þetta kemur upp þá er byrjað að elta mann eftir skóla, reynt að ná manni í viðtal. Því var hótað að þetta kæmi út í lok tímabilsins. Okkur var sagt að segja ekki neitt,“ segir Jón Arnór. Um málið var fjallað á risamiðlum á borð við ESPN og USA Today. „Þjálfarinn flýr eitthvert, fer bara í felur, og við guttarnir vitum ekki neitt,“ segir Jón Arnór um atburðarásina ótrúlegu fyrir fimmtán árum. Stefán Eggertsson, faðir Jóns Arnórs, hélt utan til að vera með syni sínum. Varð fljótlega niðurstaðan að halda heim til Íslands. „Við brottfararhliðið bíður okkar rannsóknarblaðamaður og á sama tíma mætir aðstoðarþjálfarinn til að passa að við segjum ekki neitt. Þetta var algjör bilun. Þvílíkt fíaskó.“Félagið var svipt tveimur titlum og þjálfarinn, sem hafði verið afar sigursæll í þrettán ár hjá skólanum, var rekinn. Jón Arnór var kærkomin viðbót við sterkt lið KR sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn nokkrum vikum síðar.Jón Arnór var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014.Mynd/Ragnar SantosBónaði bíla í kennaraverkfallinu „Þetta klúðraði öllu,“ segir Jón Arnór um fyrrnefnda atburðarás. Sautján ára var hann kominn á svartan lista og mátti ekki fara til Bandaríkjanna. „Ég lét ekki reyna á það en var tilkynnt af yfirvöldum á Íslandi að ég hefði verið settur á lista með hryðjuverkamönnum,“ segir Jón Arnór. Þótt Jón Arnór væri aðeins tvö ár ytra hafði frammistaða hans kveikt áhuga háskóla í Bandaríkjunum. Meðal annars hins fræga körfuboltaskóla Gonzaga og svo háskólans í Norður-Karólínu, þar sem Michael Jordan spilaði. „Skólarnir héldu áfram að eltast við mig eftir að ég kom heim,“ segir Jón Arnór sem var í vondri stöðu. Hann gat ekki klárað skólann úti í Bandaríkjunum og fékk aðeins eitt ár af tæpum tveimur metið í menntaskóla hér heima. Hann nam við MS í tvö ár meðfram því að spila með KR. Kennaraverkfall var í framhaldsskólum á þessum tíma sem Jón nýtti til að bóna bíla með Eggerti bróður sínum. Allt var reynt til að koma honum aftur til Bandaríkjanna. Hann tók tilheyrandi próf og nafn hans var tekið af svarta listanum. Menntaskólaprófið vantaði hins vegar upp á og klukkan tifaði. Hafa verður í huga að nemendur byrja tveimur árum fyrr í háskóla vestan hafs en hér heima. Sumarið 2004 hélt Jón Arnór til Þýskalands á prufu ásamt landsliðsmanninum Loga Gunnarssyni og var Jóni boðinn samningur hjá Frankfurt. Um fyrsta atvinnumannssamninginn hefði verið að ræða sem eðlilegt hefði verið að stökkva á og fagna. Jón hafnaði honum. „Það var fyrsta ákvörðunin sem ég tók og hún var mjög góð,“ segir Jón. Samningurinn var til sex ára og skítalaun að hans sögn. „Þetta var týpískur samningur fyrir unga punga. Þú bara sendir þeim eitthvað,“ rifjar Jón Arnór upp. Í kjölfarið barst betra tilboð en Jóni leist ekki á blikuna. Smærra félag, Trier, falaðist einnig eftir kröftum Jóns sem samdi við félagið til eins árs. „Það var planið. Sanna sig og fara annað. Liðið var lakara en fyrir vikið fékk ég miklu meiri spilatíma.“Hið ótrúlega gerðist og Jón Arnór varð annar Íslendingurinn, á eftir Pétri Guðmundssyni, til að gera samning við NBA lið.Missti aldrei svefn yfir NBA Óhætt er að segja að Jón Arnór hafi sannað sig á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Þú veist aldrei hver er að horfa,“ segir Jón Arnór. Fulltrúar NBA-liðsins Dallas Mavericks heilluðust af framgöngu Jóns Arnórs og úr varð að hann hélt til Texas sumarið 2004. Jón spilaði með Dallas í sumardeildinni þar sem leikmenn reyna að sanna að þeir séu verðugir fyrir aðaldeildina um veturinn. Í framhaldinu fór á annan tug leikmanna í prufur þar sem niðurskurðurinn var ekki ósvipaður og í keppnum á borð við American Idol. Hið ótrúlega gerðist, frá sjónarhorni litla Íslands í það minnsta. Jón Arnór fékk fimm ára samning hjá Dallas. „Þegar maður hugsar aftur þá var þetta auðvitað svaka mikið. Ég tók þessu samt með stóískri ró og missti aldrei svefn. Þetta var eitthvað sem maður ætlaði sér og sá fyrir sér. Svo gerðist það.“ Hann viðurkennir þó að honum hafi fundist aðeins óraunverulegt þegar hann mætti í klefann með stjörnunum í liði Dallas. „Það var ákveðið Bítlamóment. Vá, þetta eru svakastjörnur. En svo var það farið.“Jón Arnór í háloftunum með liði Dynamo St. Pétursborg.Mikil vonbrigði í Dallas Landsliðsmaðurinn þakkar fyrir að stjörnurnar í liðinu, Dirk Nowitzki og Steve Nash, voru jarðbundnir persónuleikar eins og Jón lýsir þeim. Jón varði töluverðum tíma með þeim auk Mexíkóans Eduardo Nájera. Aðspurður hvort Nowitzki og Nash hafi verið nálægt því að komast á boðskortið fyrir brúðkaupið hans og Lilju Bjarkar Guðmundsdóttur í sumar hlær Jón. „Maður verður að heyra í mönnum allavega síðustu tíu ár til að þeir komist á listann!“ Annars hafi flest verið frekar ópersónulegt og um harðan heim að ræða í Dallas. „Allir eru að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Margir búnir að vera í deildinni í mörg ár,“ segir Jón. Hann hafi þó lært mjög mikið af því að umgangast leikmennina. Á æfingum var hart barist en lítið um hittinga utan þeirra eins og Jón átti eftir að venjast síðar í Evrópu. Þrátt fyrir margt jákvætt voru mikil vonbrigði að fá aldrei tækifærið með aðalliðinu um veturinn. „Mér var samt sagt að ég fengi ekki að klæðast treyjunni fyrsta árið,“ segir Jón. Engu að síður var tímabilið langt og minnir landsliðsmaðurinn á að hann er keppnismaður. „Það var pirrandi. Alveg sama hvað ég stóð mig vel á æfingu og átti fullt erindi á völlinn fékk ég ekki tækifæri. Ég æfði eins og rotta, lyfti á fullu og var líklega í mínu besta formi nokkru sinni.“ Svo varð Jóni ljóst að tækifærið kæmi aldrei. Skítakuldi í Rússlandi Jón Arnór var á fimm ára samningi hjá Dallas og þurfti vafalítið hugrekki til að stíga út úr NBA-deildinni. Þótt Jón Arnór væri ekki að spila þá hugsaði Dallas hann til framtíðar. Þrátt fyrir allt var hann aðeins tvítugur fyrsta og eina árið í NBA og til samanburðar eru nýliðar sem koma úr háskólaboltanum 22 ára. Það skipti ekki máli. Jón vildi spila. „Ég fékk tilboð frá Rússlandi sem var spennandi svo ég spáði ekkert meira í það,“ segir Jón Arnór sem samdi við glænýtt rússneskt félag, Dynamo St. Pétursborg. Stökkið yfir til Rússlands var hins vegar risastökk. „Þetta var algjör U-beygja. Á meðan allt var til alls hjá Dallas átti félagið í Rússlandi ekki einu sinni íþróttasal. En þeir byggðu hann bara,“ segir Jón Arnór hlæjandi. Eigandinn átti sand af seðlum en á meðan salurinn var í byggingu flökkuðu Pétursborgarliðar um Evrópu, æfðu og spiluðu æfingaleiki. Við tók rússneskur vetur sem var ískaldur og harður. Jón segir þetta eina ár í Rússlandi hafa kennt sér mikið. Hann lenti hjá færum þjálfara og spilaði stórt hlutverk með hörkuliði. Það hafi hjálpað honum í gegnum allt það sem upp á vantaði utan vallar. Liðið vann Evrópudeildina og komst í úrslit í rússnesku deildinni. Hugurinn var samt að miklu leyti bundinn við Bandaríkin. „Það var alltaf planið að fara aftur í NBA,“ segir Jón Arnór og unnu umboðsmenn hans í því. Honum bauðst lengri dvöl í Pétursborg en Jón Arnór gat ekki hugsað sér að vera annað ár í kuldanum. Gott tilboð barst frá Napólí. „Það var svipað og Rússadæmið. Nýr þjálfari og þeir settu svakalegan pening í að búa til hörkulið sem tókst,“ segir Jón Arnór sem var í svipuðu og stóru hlutverki. Liðinu gekk vel og varð meðal annars bikarmeistari.Jón Arnór misstígur sig illa í leiknum gegn Lúxemborg og meiðist á ökkla. Hann sér eftir því að hafa spilað leikinn.Mynd/Gunnar Freyr SteinssonKunni ekki að segja nei Segja má að ferill Jóns Arnórs í Evrópu hafi verið afar farsæll. Hann lék stórt hlutverk hjá átta af níu félögum sem hann var á mála hjá. Einu vonbrigðin voru hálfa árið hjá Valencia BC, sama félagi og Jón samdi við á dögunum, en dramatískt augnablik í leik með landsliði Íslands hafði mikið um það að segja. Jón Arnór hafði samið við spænska félagið til þriggja ára, var á fullu á undirbúningstímabilinu með liðinu en flaug heim í landsleiki sem voru í gangi yfir sumarið. „Þeir voru ekki sáttir við að ég væri að taka þátt í landsliðinu yfirhöfuð. Þess vegna var enn verra að ég meiddist,“ segir Jón Arnór sem reif liðband í vöðva í leik gegn Lúxemborg. „Ég hefði ekkert átt að vera að taka þátt í þessu,“ segir Jón Arnór sem langaði að spila fyrir landsliðið og verja nokkrum dögum á Íslandi. Hann sneri því til Spánar meiddur og í hvert skipti sem hann sneri aftur til leiks meiddist hann. Í tvígang reif hann vöðva og auk þess var þjálfarinn sem falaðist eftir kröftum Jóns rekinn. „Þetta var erfitt tímabil og stöðug pressa á mig að ná mér af meiðslunum,“ segir Jón. Reynsluleysi í þeim efnum hafi orðið honum að falli. „Mig vantaði reynsluna að segja nei,“ segir Jón sem telur að hann hefði þurft að fá lengri hvíld til að jafna sig, þó það væri ekki nema aukavika. Úr varð að körfuboltaliðið í Róm á Ítalíu óskaði eftir kröftum Jóns Arnórs sem sneri aftur í ítalska boltann.Jón skorar dramatíska sigurkörfu í leik með Lottomatica Roma. Jón jafnar metin í framlengingu með glæsilegu þriggja stiga skoti í leik með Lottomatica Roma vorið 2007. Jón og félagar unnu leikinn. Mikill svipur er með feðgunum Jóni Arnóri og Guðmundi Nóel.Hlakkar til að fá Lilju og börnin í heimsókn Jón lauk tveimur tímabilum á Ítalíu, sneri heim og varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009, áður en hann spilaði lokamánuðinn af ítölsku deildinni með Benetton Treviso. Hann samdi svo við CB Granada á Spáni. Þar í landi hefur hann spilað síðan með fjórum liðum að meðtalinni endurkomunni til Valencia. Þar dvelur hann á hóteli þessa dagana en hann flaug í gegnum læknisskoðun í vikunni. Hvort eiginkonan Lilja Björk flytji út með börnin þeirra segir Jón alveg óráðið. „Ég rauk út svo fljótt að við náðum eiginlega ekki að setjast niður og tala um þetta,“ segir Jón Arnór. Lilja er lögfræðimenntuð og möguleiki er á að hún fari á námskeið til héraðsdómslögmanns úti í Valencia. Þau þrjú flytji þó örugglega ekki strax. „Þetta er svo stuttur tími og vesen að flytja alla út þegar maður veit ekki með framhaldið. Við þurfum að skoða þetta betur en vonandi koma þau sem fyrst í heimsókn.“Ætlar að fagna stúdentinum með stæl Líf atvinnumannsins getur verið ljúft en sömuleiðis einmanalegt. Frítími utan æfinga og leikja er mikill. Margir atvinnumenn í íþróttum spila golf og tölvuleiki. Þannig mætti lýsa hinum hefðbundna atvinnumanni. Jón gengst við því fyrra en ekki hinu síðara. „Ég eyði núll tímum í tölvuleiki og hef aldrei verið mikið fyrir þá,“ segir Jón Arnór. Í ljós kemur að hann er mikill lestrarhestur og sömuleiðis mikill áhugamaður um tónlist. Hann hefur einnig fetað sig stöðugt í átt að langþráðu markmiði, stúdentsprófinu, sem flestir vinir hans luku fyrir fimmtán árum. Hann hefur verið utanskóla í Fjölbraut í Ármúla og tekið þar nokkra kúrsa. „Það er vandræðalegt hvað ég á lítið eftir. Ég ætla mér að klára þetta og halda massa stúdentsveislu, með húfu og allt,“ segir Jón Arnór og hlær. Hann segist hafa rætt þetta töluvert við Pavel Ermolinskij, félaga sinn úr íslenska landsliðinu, en saman reka þeir Kjöt og fisk við Bergstaðastræti. Pavel á sömuleiðis eftir að ljúka stúdentinum. „Við höldum sameiginlega veislu. Ætli ég verði ekki orðinn fertugur.“Lilja kletturinn í lífi Jóns Jón Arnór og Lilja gengu í það heilaga í sumar. Hann segir líf sitt hafa tekið miklum breytingum til hins betra eftir að hann kynntist henni. „Þegar maður var einn var maður mikið á klúbbum með strákunum sem fylgir þessu,“ segir Jón Arnór. Mikill tími og orka hafi farið í að stunda skemmtistaðina, fara út að borða en það hafi minnkað. Hann sé mun rólegri í tíðinni nú og hafi þroskast. „Maður er búinn að gleyma gamla tímanum, hann skiptir mann engu máli. Það er fjölskyldan sem gefur lífinu gildi,“ segir Jón Arnór sem segir nærveru konu sinnar og barna veita sér mikinn styrk og stuðning. „Lilja er alltaf minn klettur. Ég get grátið á öxlinni á henni þegar illa gengur og hún peppar mig upp. Eftir að við byrjuðum saman hefur þetta verið lúxuslíf. Það er ástæðan fyrir því að ég er búinn að gleyma hinu og sé ekkert annað.“ Með fjögurra ára soninn Guðmund Nóel og tveggja ára dótturina Stefaníu Björk er nóg að gera á heimilinu í dag þegar Jón Arnór er ekki með körfubolta í hendi. „Nú plana ég daginn í kringum krakkana og reyni að létta á Lilju því hún er alltaf með börnin.Benedikt Guðmundsson tók saman myndband af ferli Jóns Arnórs þegar hann fagnaði þrítugsafmæli sínu fyrir þremur árum. Í myndbandinu má sjá Jón Arnór í yngri flokkum KR, með skólaliði Artesia, í meistaraflokki KR, landsleikjum og á flakki sínu um Evrópu. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Jón Arnór Stefánsson kveður landsliðið annað kvöld. 20. febrúar 2019 20:30 Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Þeir voru hressir í leikslok eftir að hafa spilað sinn síðasta landsleik. 21. febrúar 2019 23:02 „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Formaður KKÍ vill þakka konum Hlyns og Jóns sérstaklega fyrir Þetta verður sögulegt kvöld í Laugardalshöllinni því þá munu tveir af bestu körfuboltamönnum Íslands kveðja. 21. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport
„Marga dreymir um að vera læknar og í hvaða háskóla þeir ætla. Minn draumur var körfubolti,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Landsliðsmaðurinn, sem fagnar 33 ára afmæli á mánudag, er nýmættur til Valencia á Spáni þar sem hann mun spila næstu þrjá mánuðina í það minnsta. Að baki er riðlakeppni Evrópumótsins í Berlín þar sem okkar menn, þrátt fyrir að tapa öllum fimm leikjum sínum, stóðu sig vonum framar. Bestu landslið Evrópu áttu fullt í fangi með snögga og baráttuglaða íslenska stráka sem unnu hug og hjörtu stuðningsmanna annarra þjóða, hvort sem var í Berlín eða heima í stofu um alla álfuna. Langflestir áttu von á að okkar drengir yrðu leiddir til slátrunar leik eftir leik en svo var ekki. Tapið gegn Tyrkjum eftir framlengingu í lokaleiknum sveið sárt að sögn Jóns.Sjá einnig:„Hvað er málið með þennan númer átta?“ „Okkur leið eins og þetta væri að falla með okkur. Við hefðum átt að taka hann. Það svíður eftir á,“ segir landsliðsmaðurinn og byrjar að telja upp nöfn liðsfélaga sinna af aðdáun. Upptalningin hættir enda Jón Arnór að verða búinn að telja upp alla leikmenn liðsins. Þrátt fyrir fimm töp ræðir hann um „velgengni landsliðsins“, sem segir ansi mikið. „Lykillinn að þessu var að við vorum fullir sjálfstrausts, svo orkumiklir og andinn var náttúrulega bara geðveiki. Við getum verið stoltir af því,“ segir Jón Arnór. Hann skrifaði undir þriggja mánaða samning við Valencia BC eftir tapið gegn Tyrkjum. Samningurinn er í styttra lagi en Jón Arnór segir einn þjálfarann þegar hafa sagst vonast til að framlengja samninginn. „Við byrjum á þremur mánuðum,“ segir Jón.1982 árgangur KR í minniboltanum. Jón Arnór er í efstu röð númer níu. Hlynur Bæringsson er númer 13 við hlið Jóns, Jakob Örn SIgurðarson númer sjö í neðstu röð, annar frá vinstri, og Helgi Már Magnússon lengst til hægri í sömu röð.Mynd/Benedikt GuðmundssonFlökkuðu um hverfið með sófa Íþróttahæfileikarnir urðu snemma ljósir hjá Jóni Arnóri sem ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Hann spilaði fótbolta í hverfisliðinu Fram en svo var það rúntur vestur í bæ, ýmist í strætó eða foreldrabílum, á æfingar með KR í körfunni. Jón Arnór rifjar upp NBA-körfuboltasprenginguna sem varð hér á landi snemma á tíunda áratugnum. Óhætt er að segja að Jón Arnór og félagar í Laugarnesinu hafi orðið fyrir áhrifum. „Við gerðum ekkert annað en að spila „streetball“ (götubolta), hvort sem var á sumrin eða veturna,“ segir Jón Arnór. Á tímabili var gamall leðursófi með þeim í för vallanna á milli auk gettóblasters þar sem ekkert komst að nema rappið. Jón rifjar upp götukörfuboltamót sem haldið var hér á landi sumarið 1994 og lauk með úrslitum í Laugardalnum. „Það muna allir eftir þessu móti. Uppsetningin í Laugardalnum var svakalega flott, fullt af aldursflokkum og frábært veður,“ segir Jón í nostalgíustuði. Þrír spiluðu gegn þremur, og auk Jóns Arnórs skipuðu liðið Andri Fannar Ottósson, Hjalti Kristinsson og Helgi Már Magnússon. Allir æfðu þeir saman með KR sem var með fáheyrða yfirburði í 1982 árganginum. Helgi Már varð einnig atvinnumaður í íþróttinni og spilar með Jóni í íslenska landsliðinu. Það var ekki erfið ákvörðun að velja körfuboltann fram yfir fótboltann að sögn Jóns Arnórs. Lífið snerist um körfubolta. Þar æfði hann með nokkrum árgöngum, spilaði með yngri landsliðum og þar voru vinirnir. Undir lokin í fótboltanum hafi honum boðist að mæta bara í leikina enda ekki gefist tími til æfinga. „Ég reyndi eins og ég gat en undir lokin hafði ég ekkert gaman af því.“ Jón segir að á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða sumarið 1996 hafi runnið upp fyrir honum hve miklir möguleikar hans voru ytra. Þar fékk hann samanburðinn við þá bestu á Norðurlöndunum, stóð þeim framar og var valinn besti leikmaður mótsins. Hæfileikarnir voru ekki aðeins miklir á íslenskan mælikvarða heldur alþjóðlegan.Að neðan má sjá svipmyndir frá Scania Cup árið 1996. KR rúllaði upp mótinu og Jón Arnór, í treyju númer 9, var valinn besti leikmaður mótsins. Stórt stökk sextán ára vestur um haf Jón Arnór hefur verið á flakki um heiminn í átján ár með stoppum hér heima inn á milli. Alls hefur hann spilað sem atvinnumaður með tíu félögum úti í heimi. Þýskaland, Bandaríkin, Rússland, Ítalía og Spánn hafa verið viðkomustaðir kappans á fjórtán ára atvinnumannsferli ytra. Hann fékk nasaþef og gott betur af lífinu utan Íslands þegar hann hélt til Bandaríkjanna sumarið eftir samræmdu prófin, þá á sextánda ári. Um fyrirheitna landið var að ræða þar sem bestu körfuboltamenn heimsins spila í NBA-deildinni. Menn á borð við átrúnaðargoð Jóns Arnórs, Michael Jordan. „Það var mjög stórt stökk,“ segir Jón Arnór. Um sumarið spilaði hann með liði sem þjálfari körfuboltaliðs Artesia High School hélt utan um. Um ólöglegt athæfi var að ræða sem þó var stundað um öll Bandaríkin þar sem þjálfarar menntaskólaliða settu upp leiki til að sjá leikmenn spila. Þeirra hagur var að finna frábæra leikmenn í skólaliðið, hvort sem var bandaríska eða erlenda. Þjálfarinn áttaði sig strax á hæfileikum Jóns Arnórs og bauð honum að spila með skólaliði Artesia. „Við pabbi fengum bara pappíra senda að utan, fórum bandaríska sendiráðið og ég var floginn út. Enginn spurði neinna spurninga,“ segir Jón. Fram undan voru fjögur ár í menntaskóla, þaðan er sjálfsagt skref í bandaríska háskólaboltann þar sem næsta skref er NBA-deildin. Planið átti heldur betur eftir að breytast.Jón Arnór var eltur á röndum af rannsóknarblaðamanni eftir æfingar í Artesia High School. Þá var hann 17 ára gamall.Bannað að ferðast til Bandaríkjanna „Ég var ungur og óharðnaður. Mættur í high school í gettói á Long Beach í Los Angeles. Það var mjög erfitt að vera að heiman og mig langaði svo oft að komast heim. Ég átti erfitt með að losna við þá tilfinningu.“ Hann hafi dvalið hjá góðri fjölskyldu og eignast góðan vin sem hafi hjálpað mikið. Í mars árið 2000 kom hins vegar meiriháttar babb í bátinn og allt í einu var Jón Arnór mættur til Íslands og byrjaður að spila með KR. Ævintýrinu úti var lokið og ástæðan var körfuboltaskandall sem vakti athygli um öll Bandaríkin. Í ljós kom að Jón Arnór og fleiri erlendir liðsfélagar hans höfðu verið skráðir í einkaskóla í Los Angeles til að fara í kringum reglurnar. Jón Arnór telur fjölmiðlaumfjöllunina hafa átt upptök sín hjá foreldrum leikmanna í skólanum sem fengu ekki að spila vegna alþjóðlegu leikmannanna. Í grunninn eigi skólaliðin að vera skipuð nemendum úr nágrenninu, ekki upprennandi körfuboltastjörnum héðan og þaðan úr heiminum. Lið Artesia var ógnarsterkt, að margra mati það sterkasta í landinu, og hafði fengið mikla umfjöllun.Sjá umfjöllun L.A. Times um skandalinn þegar hann fyrst kom upp „Þegar þetta kemur upp þá er byrjað að elta mann eftir skóla, reynt að ná manni í viðtal. Því var hótað að þetta kæmi út í lok tímabilsins. Okkur var sagt að segja ekki neitt,“ segir Jón Arnór. Um málið var fjallað á risamiðlum á borð við ESPN og USA Today. „Þjálfarinn flýr eitthvert, fer bara í felur, og við guttarnir vitum ekki neitt,“ segir Jón Arnór um atburðarásina ótrúlegu fyrir fimmtán árum. Stefán Eggertsson, faðir Jóns Arnórs, hélt utan til að vera með syni sínum. Varð fljótlega niðurstaðan að halda heim til Íslands. „Við brottfararhliðið bíður okkar rannsóknarblaðamaður og á sama tíma mætir aðstoðarþjálfarinn til að passa að við segjum ekki neitt. Þetta var algjör bilun. Þvílíkt fíaskó.“Félagið var svipt tveimur titlum og þjálfarinn, sem hafði verið afar sigursæll í þrettán ár hjá skólanum, var rekinn. Jón Arnór var kærkomin viðbót við sterkt lið KR sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn nokkrum vikum síðar.Jón Arnór var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014.Mynd/Ragnar SantosBónaði bíla í kennaraverkfallinu „Þetta klúðraði öllu,“ segir Jón Arnór um fyrrnefnda atburðarás. Sautján ára var hann kominn á svartan lista og mátti ekki fara til Bandaríkjanna. „Ég lét ekki reyna á það en var tilkynnt af yfirvöldum á Íslandi að ég hefði verið settur á lista með hryðjuverkamönnum,“ segir Jón Arnór. Þótt Jón Arnór væri aðeins tvö ár ytra hafði frammistaða hans kveikt áhuga háskóla í Bandaríkjunum. Meðal annars hins fræga körfuboltaskóla Gonzaga og svo háskólans í Norður-Karólínu, þar sem Michael Jordan spilaði. „Skólarnir héldu áfram að eltast við mig eftir að ég kom heim,“ segir Jón Arnór sem var í vondri stöðu. Hann gat ekki klárað skólann úti í Bandaríkjunum og fékk aðeins eitt ár af tæpum tveimur metið í menntaskóla hér heima. Hann nam við MS í tvö ár meðfram því að spila með KR. Kennaraverkfall var í framhaldsskólum á þessum tíma sem Jón nýtti til að bóna bíla með Eggerti bróður sínum. Allt var reynt til að koma honum aftur til Bandaríkjanna. Hann tók tilheyrandi próf og nafn hans var tekið af svarta listanum. Menntaskólaprófið vantaði hins vegar upp á og klukkan tifaði. Hafa verður í huga að nemendur byrja tveimur árum fyrr í háskóla vestan hafs en hér heima. Sumarið 2004 hélt Jón Arnór til Þýskalands á prufu ásamt landsliðsmanninum Loga Gunnarssyni og var Jóni boðinn samningur hjá Frankfurt. Um fyrsta atvinnumannssamninginn hefði verið að ræða sem eðlilegt hefði verið að stökkva á og fagna. Jón hafnaði honum. „Það var fyrsta ákvörðunin sem ég tók og hún var mjög góð,“ segir Jón. Samningurinn var til sex ára og skítalaun að hans sögn. „Þetta var týpískur samningur fyrir unga punga. Þú bara sendir þeim eitthvað,“ rifjar Jón Arnór upp. Í kjölfarið barst betra tilboð en Jóni leist ekki á blikuna. Smærra félag, Trier, falaðist einnig eftir kröftum Jóns sem samdi við félagið til eins árs. „Það var planið. Sanna sig og fara annað. Liðið var lakara en fyrir vikið fékk ég miklu meiri spilatíma.“Hið ótrúlega gerðist og Jón Arnór varð annar Íslendingurinn, á eftir Pétri Guðmundssyni, til að gera samning við NBA lið.Missti aldrei svefn yfir NBA Óhætt er að segja að Jón Arnór hafi sannað sig á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Þú veist aldrei hver er að horfa,“ segir Jón Arnór. Fulltrúar NBA-liðsins Dallas Mavericks heilluðust af framgöngu Jóns Arnórs og úr varð að hann hélt til Texas sumarið 2004. Jón spilaði með Dallas í sumardeildinni þar sem leikmenn reyna að sanna að þeir séu verðugir fyrir aðaldeildina um veturinn. Í framhaldinu fór á annan tug leikmanna í prufur þar sem niðurskurðurinn var ekki ósvipaður og í keppnum á borð við American Idol. Hið ótrúlega gerðist, frá sjónarhorni litla Íslands í það minnsta. Jón Arnór fékk fimm ára samning hjá Dallas. „Þegar maður hugsar aftur þá var þetta auðvitað svaka mikið. Ég tók þessu samt með stóískri ró og missti aldrei svefn. Þetta var eitthvað sem maður ætlaði sér og sá fyrir sér. Svo gerðist það.“ Hann viðurkennir þó að honum hafi fundist aðeins óraunverulegt þegar hann mætti í klefann með stjörnunum í liði Dallas. „Það var ákveðið Bítlamóment. Vá, þetta eru svakastjörnur. En svo var það farið.“Jón Arnór í háloftunum með liði Dynamo St. Pétursborg.Mikil vonbrigði í Dallas Landsliðsmaðurinn þakkar fyrir að stjörnurnar í liðinu, Dirk Nowitzki og Steve Nash, voru jarðbundnir persónuleikar eins og Jón lýsir þeim. Jón varði töluverðum tíma með þeim auk Mexíkóans Eduardo Nájera. Aðspurður hvort Nowitzki og Nash hafi verið nálægt því að komast á boðskortið fyrir brúðkaupið hans og Lilju Bjarkar Guðmundsdóttur í sumar hlær Jón. „Maður verður að heyra í mönnum allavega síðustu tíu ár til að þeir komist á listann!“ Annars hafi flest verið frekar ópersónulegt og um harðan heim að ræða í Dallas. „Allir eru að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Margir búnir að vera í deildinni í mörg ár,“ segir Jón. Hann hafi þó lært mjög mikið af því að umgangast leikmennina. Á æfingum var hart barist en lítið um hittinga utan þeirra eins og Jón átti eftir að venjast síðar í Evrópu. Þrátt fyrir margt jákvætt voru mikil vonbrigði að fá aldrei tækifærið með aðalliðinu um veturinn. „Mér var samt sagt að ég fengi ekki að klæðast treyjunni fyrsta árið,“ segir Jón. Engu að síður var tímabilið langt og minnir landsliðsmaðurinn á að hann er keppnismaður. „Það var pirrandi. Alveg sama hvað ég stóð mig vel á æfingu og átti fullt erindi á völlinn fékk ég ekki tækifæri. Ég æfði eins og rotta, lyfti á fullu og var líklega í mínu besta formi nokkru sinni.“ Svo varð Jóni ljóst að tækifærið kæmi aldrei. Skítakuldi í Rússlandi Jón Arnór var á fimm ára samningi hjá Dallas og þurfti vafalítið hugrekki til að stíga út úr NBA-deildinni. Þótt Jón Arnór væri ekki að spila þá hugsaði Dallas hann til framtíðar. Þrátt fyrir allt var hann aðeins tvítugur fyrsta og eina árið í NBA og til samanburðar eru nýliðar sem koma úr háskólaboltanum 22 ára. Það skipti ekki máli. Jón vildi spila. „Ég fékk tilboð frá Rússlandi sem var spennandi svo ég spáði ekkert meira í það,“ segir Jón Arnór sem samdi við glænýtt rússneskt félag, Dynamo St. Pétursborg. Stökkið yfir til Rússlands var hins vegar risastökk. „Þetta var algjör U-beygja. Á meðan allt var til alls hjá Dallas átti félagið í Rússlandi ekki einu sinni íþróttasal. En þeir byggðu hann bara,“ segir Jón Arnór hlæjandi. Eigandinn átti sand af seðlum en á meðan salurinn var í byggingu flökkuðu Pétursborgarliðar um Evrópu, æfðu og spiluðu æfingaleiki. Við tók rússneskur vetur sem var ískaldur og harður. Jón segir þetta eina ár í Rússlandi hafa kennt sér mikið. Hann lenti hjá færum þjálfara og spilaði stórt hlutverk með hörkuliði. Það hafi hjálpað honum í gegnum allt það sem upp á vantaði utan vallar. Liðið vann Evrópudeildina og komst í úrslit í rússnesku deildinni. Hugurinn var samt að miklu leyti bundinn við Bandaríkin. „Það var alltaf planið að fara aftur í NBA,“ segir Jón Arnór og unnu umboðsmenn hans í því. Honum bauðst lengri dvöl í Pétursborg en Jón Arnór gat ekki hugsað sér að vera annað ár í kuldanum. Gott tilboð barst frá Napólí. „Það var svipað og Rússadæmið. Nýr þjálfari og þeir settu svakalegan pening í að búa til hörkulið sem tókst,“ segir Jón Arnór sem var í svipuðu og stóru hlutverki. Liðinu gekk vel og varð meðal annars bikarmeistari.Jón Arnór misstígur sig illa í leiknum gegn Lúxemborg og meiðist á ökkla. Hann sér eftir því að hafa spilað leikinn.Mynd/Gunnar Freyr SteinssonKunni ekki að segja nei Segja má að ferill Jóns Arnórs í Evrópu hafi verið afar farsæll. Hann lék stórt hlutverk hjá átta af níu félögum sem hann var á mála hjá. Einu vonbrigðin voru hálfa árið hjá Valencia BC, sama félagi og Jón samdi við á dögunum, en dramatískt augnablik í leik með landsliði Íslands hafði mikið um það að segja. Jón Arnór hafði samið við spænska félagið til þriggja ára, var á fullu á undirbúningstímabilinu með liðinu en flaug heim í landsleiki sem voru í gangi yfir sumarið. „Þeir voru ekki sáttir við að ég væri að taka þátt í landsliðinu yfirhöfuð. Þess vegna var enn verra að ég meiddist,“ segir Jón Arnór sem reif liðband í vöðva í leik gegn Lúxemborg. „Ég hefði ekkert átt að vera að taka þátt í þessu,“ segir Jón Arnór sem langaði að spila fyrir landsliðið og verja nokkrum dögum á Íslandi. Hann sneri því til Spánar meiddur og í hvert skipti sem hann sneri aftur til leiks meiddist hann. Í tvígang reif hann vöðva og auk þess var þjálfarinn sem falaðist eftir kröftum Jóns rekinn. „Þetta var erfitt tímabil og stöðug pressa á mig að ná mér af meiðslunum,“ segir Jón. Reynsluleysi í þeim efnum hafi orðið honum að falli. „Mig vantaði reynsluna að segja nei,“ segir Jón sem telur að hann hefði þurft að fá lengri hvíld til að jafna sig, þó það væri ekki nema aukavika. Úr varð að körfuboltaliðið í Róm á Ítalíu óskaði eftir kröftum Jóns Arnórs sem sneri aftur í ítalska boltann.Jón skorar dramatíska sigurkörfu í leik með Lottomatica Roma. Jón jafnar metin í framlengingu með glæsilegu þriggja stiga skoti í leik með Lottomatica Roma vorið 2007. Jón og félagar unnu leikinn. Mikill svipur er með feðgunum Jóni Arnóri og Guðmundi Nóel.Hlakkar til að fá Lilju og börnin í heimsókn Jón lauk tveimur tímabilum á Ítalíu, sneri heim og varð Íslandsmeistari með KR vorið 2009, áður en hann spilaði lokamánuðinn af ítölsku deildinni með Benetton Treviso. Hann samdi svo við CB Granada á Spáni. Þar í landi hefur hann spilað síðan með fjórum liðum að meðtalinni endurkomunni til Valencia. Þar dvelur hann á hóteli þessa dagana en hann flaug í gegnum læknisskoðun í vikunni. Hvort eiginkonan Lilja Björk flytji út með börnin þeirra segir Jón alveg óráðið. „Ég rauk út svo fljótt að við náðum eiginlega ekki að setjast niður og tala um þetta,“ segir Jón Arnór. Lilja er lögfræðimenntuð og möguleiki er á að hún fari á námskeið til héraðsdómslögmanns úti í Valencia. Þau þrjú flytji þó örugglega ekki strax. „Þetta er svo stuttur tími og vesen að flytja alla út þegar maður veit ekki með framhaldið. Við þurfum að skoða þetta betur en vonandi koma þau sem fyrst í heimsókn.“Ætlar að fagna stúdentinum með stæl Líf atvinnumannsins getur verið ljúft en sömuleiðis einmanalegt. Frítími utan æfinga og leikja er mikill. Margir atvinnumenn í íþróttum spila golf og tölvuleiki. Þannig mætti lýsa hinum hefðbundna atvinnumanni. Jón gengst við því fyrra en ekki hinu síðara. „Ég eyði núll tímum í tölvuleiki og hef aldrei verið mikið fyrir þá,“ segir Jón Arnór. Í ljós kemur að hann er mikill lestrarhestur og sömuleiðis mikill áhugamaður um tónlist. Hann hefur einnig fetað sig stöðugt í átt að langþráðu markmiði, stúdentsprófinu, sem flestir vinir hans luku fyrir fimmtán árum. Hann hefur verið utanskóla í Fjölbraut í Ármúla og tekið þar nokkra kúrsa. „Það er vandræðalegt hvað ég á lítið eftir. Ég ætla mér að klára þetta og halda massa stúdentsveislu, með húfu og allt,“ segir Jón Arnór og hlær. Hann segist hafa rætt þetta töluvert við Pavel Ermolinskij, félaga sinn úr íslenska landsliðinu, en saman reka þeir Kjöt og fisk við Bergstaðastræti. Pavel á sömuleiðis eftir að ljúka stúdentinum. „Við höldum sameiginlega veislu. Ætli ég verði ekki orðinn fertugur.“Lilja kletturinn í lífi Jóns Jón Arnór og Lilja gengu í það heilaga í sumar. Hann segir líf sitt hafa tekið miklum breytingum til hins betra eftir að hann kynntist henni. „Þegar maður var einn var maður mikið á klúbbum með strákunum sem fylgir þessu,“ segir Jón Arnór. Mikill tími og orka hafi farið í að stunda skemmtistaðina, fara út að borða en það hafi minnkað. Hann sé mun rólegri í tíðinni nú og hafi þroskast. „Maður er búinn að gleyma gamla tímanum, hann skiptir mann engu máli. Það er fjölskyldan sem gefur lífinu gildi,“ segir Jón Arnór sem segir nærveru konu sinnar og barna veita sér mikinn styrk og stuðning. „Lilja er alltaf minn klettur. Ég get grátið á öxlinni á henni þegar illa gengur og hún peppar mig upp. Eftir að við byrjuðum saman hefur þetta verið lúxuslíf. Það er ástæðan fyrir því að ég er búinn að gleyma hinu og sé ekkert annað.“ Með fjögurra ára soninn Guðmund Nóel og tveggja ára dótturina Stefaníu Björk er nóg að gera á heimilinu í dag þegar Jón Arnór er ekki með körfubolta í hendi. „Nú plana ég daginn í kringum krakkana og reyni að létta á Lilju því hún er alltaf með börnin.Benedikt Guðmundsson tók saman myndband af ferli Jóns Arnórs þegar hann fagnaði þrítugsafmæli sínu fyrir þremur árum. Í myndbandinu má sjá Jón Arnór í yngri flokkum KR, með skólaliði Artesia, í meistaraflokki KR, landsleikjum og á flakki sínu um Evrópu.
Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Jón Arnór Stefánsson kveður landsliðið annað kvöld. 20. febrúar 2019 20:30
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
Fór um Jón Arnór þegar Hlynur skoraði fyrstu körfuna í kveðjuleiknum Þeir voru hressir í leikslok eftir að hafa spilað sinn síðasta landsleik. 21. febrúar 2019 23:02
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Formaður KKÍ vill þakka konum Hlyns og Jóns sérstaklega fyrir Þetta verður sögulegt kvöld í Laugardalshöllinni því þá munu tveir af bestu körfuboltamönnum Íslands kveðja. 21. febrúar 2019 15:30