Aurum-málinu frestað þar sem skjölum var ábótavant Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2015 10:00 Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding eru tveir sakborninga í Aurum-málinu. vísir/gva Málflutningi um kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sem dómari í Aurum-málinu var frestað. Fyrirtaka málsins var í morgun og var fyrirhugað að málflutningur færi fram en var því slegið á frest þar sem verjendur höfðu ekki öll gögn sem ákæruvaldið byggði á. Er málið var tekið fyrir í morgun lagði sérstakur saksóknari fram gögn sem flest voru lögð fyrir í Hæstarétti fyrr á þessu ári. Einnig voru nefnd til sögunnar gögn sem send voru með tölvupósti þann 9. júní síðastliðinn. „Þið kannist allir við þessi gögn, ekki satt? Þið eruð hér allir tilgreindir í cc,“ spurði dómarinn verjendurna en enginn þeirra kannaðist við að hafa fengið gögnin send í tölvupósti. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, sagði að ekkert yrði vísað til þeirra gagna í málflutningnum. Hann lagði fram önnur skjöl sem hann hugðist nýta en þeirra á meðal eru endurrit af hádegisfréttum RÚV og úrklippur úr blaðagreinum sem birtust ýmist í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu. „Ég veit hver dómkrafan er en ég hef ekki fengið eitt einasta gagn er snýr að henni,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er hann lagði fram bókun. Hann sagði að það gæti ekki samræmst reglum að mæta til þinghalds án þess að nokkuð hafi verið lagt fram um það sem gera á kröfu um. Undir þetta tóku verjendur annara sakborninga. Saksóknari var því ekki mótfallinn að málinu yrði frestað um nokkra daga og var það því niðurstaðan. Í málinu eru þeir Jón Ásgeiri Jóhannessyni, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Snýr ákæran að sex milljarða króna láni sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. Vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Sakborningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi síðasta sumar en dómurinn var ómerktur af Hæstarétti sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, oft kenndur við Samskip, en Sverrir og Ólafur eru bræður. Ólafur var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al-Thani málinu. Málið verður tekið fyrir að nýju mánudaginn 14. september. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Málflutningi um kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sem dómari í Aurum-málinu var frestað. Fyrirtaka málsins var í morgun og var fyrirhugað að málflutningur færi fram en var því slegið á frest þar sem verjendur höfðu ekki öll gögn sem ákæruvaldið byggði á. Er málið var tekið fyrir í morgun lagði sérstakur saksóknari fram gögn sem flest voru lögð fyrir í Hæstarétti fyrr á þessu ári. Einnig voru nefnd til sögunnar gögn sem send voru með tölvupósti þann 9. júní síðastliðinn. „Þið kannist allir við þessi gögn, ekki satt? Þið eruð hér allir tilgreindir í cc,“ spurði dómarinn verjendurna en enginn þeirra kannaðist við að hafa fengið gögnin send í tölvupósti. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, sagði að ekkert yrði vísað til þeirra gagna í málflutningnum. Hann lagði fram önnur skjöl sem hann hugðist nýta en þeirra á meðal eru endurrit af hádegisfréttum RÚV og úrklippur úr blaðagreinum sem birtust ýmist í Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu. „Ég veit hver dómkrafan er en ég hef ekki fengið eitt einasta gagn er snýr að henni,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er hann lagði fram bókun. Hann sagði að það gæti ekki samræmst reglum að mæta til þinghalds án þess að nokkuð hafi verið lagt fram um það sem gera á kröfu um. Undir þetta tóku verjendur annara sakborninga. Saksóknari var því ekki mótfallinn að málinu yrði frestað um nokkra daga og var það því niðurstaðan. Í málinu eru þeir Jón Ásgeiri Jóhannessyni, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Snýr ákæran að sex milljarða króna láni sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. Vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Sakborningarnir voru sýknaðir í héraðsdómi síðasta sumar en dómurinn var ómerktur af Hæstarétti sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í málinu, við Ólaf Ólafsson, oft kenndur við Samskip, en Sverrir og Ólafur eru bræður. Ólafur var sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al-Thani málinu. Málið verður tekið fyrir að nýju mánudaginn 14. september.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi. 30. apríl 2015 09:08
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“ Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum. 27. apríl 2015 07:00
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10