Stjörnukonur héldu veikri von sinni um að verja Íslandsmeistaratitilinn á lífi með 2-1 sigri á ÍBV á Samsung-vellinum í kvöld.
Stjörnukonur komust yfir eftir þrettán mínútna leik í fyrri hálfleik en ÍBV náði að jafna metin korteri fyrir leikslok.
Virtist allt ætla að stefna í jafntefli sem hefði þýtt að Breiðablik væri Íslandsmeistari en Stjörnukonur náðu að stela sigrinum á þriðju mínútu í uppbótartíma.
Fylkir skaust upp fyrir Val með öruggum 6-0 sigri á Þrótt á heimavelli í kvöld en á sama tíma töpuðu Valskonur 0-4 gegn Þór/KA. Komu öll mörk Þór/KA á 25 mínútna kafla í seinni hálfleik.
Úrslit kvöldsins:
Valur 0-4 Þór/KA
0-1 Klara Lindberg (69.), 0-2 Klara Lindberg (80.), 0-3 Klara Lindberg (83.), 0-4 Sandra María Jessen (85.).
Stjarnan 2-1 ÍBV
1-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir (13.), 1-1 Esther Rós Arnarsdóttir (78.), 2-1 Harpa Þorsteinsdóttir (93.)
Fylkir 6-0 Þróttur R.
1-0 Jasmín Erla Ingadóttir (33.), 2-0 Jasmín Erla Ingadóttir (39.), 3-0 Jasmín Erla Ingadóttir (44.), 4-0 Jasmín Erla Ingadóttir (45+1.) 5-0 Jasmín Erla Ingadóttir (59.), 6-0 Aivi Luik (67.).
Selfoss 1-1 Breiðablik
0-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (59.), 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (63.).
Veik von Stjörnukvenna lifir enn | Öll úrslit kvöldsins
Kristinn Páll Teitsson skrifar
