Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hvetur ríkisstjórnina til að nálgast vanda flóttafólks í Evrópu af festu og ábyrgð og segir að Ísland geti sannarlega tekið við fleiri flóttamönnum en fimmtíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.
ASÍ segir að mikilvægt sé að stjórnvöld standi vel að komu flóttamanna og tryggi þeim tækifæri í nýju landi. Tryggja þurfi fólki gott húsnæði og nauðsynlegan samfélagslegan stuðning meðal annars í formi sálfræðiaðstoðar, íslenskukennslu og aðlögunar að íslensku heilbrigðis- og menntakerfi og vinnumarkaði.
Miðstjórn ASÍ lýsir sig reiðubúna til samstarfs um þetta verkefni enda búi hún að mikilli þekkingu og reynslu í málefnum sem snúa að vinnumarkaðinum.
Miðstjórn ASÍ segist reiðubúinn til að aðstoða flóttafólk

Tengdar fréttir

Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum
Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.

Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“
Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar.

„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu
Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis.

Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær.