Lovísa Árnadóttir segir að sér hafi orðið illt í hjartanu við að fylgjast með fréttum af sýrlenskum flóttamönnum.
Hún og fjölskylda hennar eru í hópi fjölmargra Íslendinga sem vilja bjóða flóttafólki á heimili sitt.
Lovísa býr ásamt manni sínum og þremur börnum í kjallaraíbúð í austurborginni en þau bjóða fram herbergi sem í dag er ónotað.
Rætt verður við fjölskylduna í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
