Enn ein byltingin Erling Freyr Guðmundsson skrifar 3. september 2015 09:00 Við sem erum liðlega þrítug munum eftir þeirri byltingu sem varð í fjarskiptum þegar hægt að var að láta tölvuna sína hringja inn á alnetið og senda í gegnum það eða sækja þangað stafræn gögn á hraða sem nam 14 eða jafnvel 28 kílóbitum á sekúndu hverri. Það færist nánast angurværð yfir mann að hugsa til pípsins í módeminu. Þau tíðindi urðu nú á dögunum að í fyrsta skipti stendur viðskiptavinum Ljósleiðarans til boða 500 megabita tenging. Það er um 35.000 sinnum hraðara samband en elstu módemsamböndin. Það er stærsti veitandi þjónustu yfir Ljósleiðarann – Vodafone nánar tiltekið – sem fyrst setti saman pakka um þetta hraða samband. Í kjölfarið hófu Hringdu og Hringiðan einnig að bjóða 500 megabita tengingu. Þetta virkar sem mikill hraði en verður trúlega talið venjulegt innan skemmri tíma en okkur grunar. Það er einmitt með þessum hætti sem eiginleikar Ljósleiðarans nýtast best; enginn „allt að“ hraði heldur er hægt að lofa viðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetu bæði við upphal og niðurhal. Ástæða þess er að ljósleiðari Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim í hús, án flöskuhálsa á leiðinni.Ljósleiðari lagður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/GagnaveitanForsendur byltingarinnarHugmyndin að baki uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem hvert heimili er tengt ljósleiðara alla leið, er að fjarskiptafyrirtæki geti nýtt þessa öflugustu gagnaflutningsleið sem við þekkjum til að keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Við erum þess fullviss að tilkoma Ljósleiðara Gagnaveitunnar hefur eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði og þannig komið fólki almennt til góða. Margt fólk spyr okkur Gagnaveitufólk eða bara sjálft sig hvort þörf sé á öllum þessum hraða í gagnaflutningum. Spurningin er eðlileg en það er ágætt að hafa í huga að engir tæknilegir græningjar hafa sett fram stöðumat sem reynst hefur svo órafjarri dómi sögunnar. Þannig taldi Bill Gates á sínum tíma að 640 kílóbæta tölvuminni ætti að duga flestum og í árdaga tölvualdar hélt forstjóri IBM að í heiminum væri markaður fyrir svona fimm ofurtölvur. Þær eru ögn fleiri og með talsvert meira geymslupláss en einu sinni var talið duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum liðlega þrítug munum eftir þeirri byltingu sem varð í fjarskiptum þegar hægt að var að láta tölvuna sína hringja inn á alnetið og senda í gegnum það eða sækja þangað stafræn gögn á hraða sem nam 14 eða jafnvel 28 kílóbitum á sekúndu hverri. Það færist nánast angurværð yfir mann að hugsa til pípsins í módeminu. Þau tíðindi urðu nú á dögunum að í fyrsta skipti stendur viðskiptavinum Ljósleiðarans til boða 500 megabita tenging. Það er um 35.000 sinnum hraðara samband en elstu módemsamböndin. Það er stærsti veitandi þjónustu yfir Ljósleiðarann – Vodafone nánar tiltekið – sem fyrst setti saman pakka um þetta hraða samband. Í kjölfarið hófu Hringdu og Hringiðan einnig að bjóða 500 megabita tengingu. Þetta virkar sem mikill hraði en verður trúlega talið venjulegt innan skemmri tíma en okkur grunar. Það er einmitt með þessum hætti sem eiginleikar Ljósleiðarans nýtast best; enginn „allt að“ hraði heldur er hægt að lofa viðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetu bæði við upphal og niðurhal. Ástæða þess er að ljósleiðari Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim í hús, án flöskuhálsa á leiðinni.Ljósleiðari lagður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/GagnaveitanForsendur byltingarinnarHugmyndin að baki uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem hvert heimili er tengt ljósleiðara alla leið, er að fjarskiptafyrirtæki geti nýtt þessa öflugustu gagnaflutningsleið sem við þekkjum til að keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Við erum þess fullviss að tilkoma Ljósleiðara Gagnaveitunnar hefur eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði og þannig komið fólki almennt til góða. Margt fólk spyr okkur Gagnaveitufólk eða bara sjálft sig hvort þörf sé á öllum þessum hraða í gagnaflutningum. Spurningin er eðlileg en það er ágætt að hafa í huga að engir tæknilegir græningjar hafa sett fram stöðumat sem reynst hefur svo órafjarri dómi sögunnar. Þannig taldi Bill Gates á sínum tíma að 640 kílóbæta tölvuminni ætti að duga flestum og í árdaga tölvualdar hélt forstjóri IBM að í heiminum væri markaður fyrir svona fimm ofurtölvur. Þær eru ögn fleiri og með talsvert meira geymslupláss en einu sinni var talið duga.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar