Borgin ætlar ekki að fækka lundabúðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. september 2015 07:00 Vísir/Garðar „Miðborgin á auðvitað að vera í stöðugri skoðun og þetta á að þróast eins náttúrulega og hægt er þó að einhver stýring sé hugsanlega nauðsynleg,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. „En við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og margir eru að kalla eftir, að stýra vöruúrvali í verslunum. Ég er ekki viss um að fólk yrði ánægt með það,“ segir hún. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á fjölda versluna og þjónustu í miðborginni. Samkvæmt úttektinni voru verslanir sem þjónusta ferðamenn sérstaklega um 15 prósent af þjónustu í úttektinni. Margir hafa haft áhyggjur af því að ferðamannaverslanir og svokallaðar lundaverslanir taki of mikið rými í miðborginni. „Mér finnst umræðan oft hafa verið frasakennd þar sem fólk er með stór orð um miðborgina. Maður hefur verið að sjá það á samfélagsmiðlum að þeir sem eru að koma miðborginni til varnar og segja að hún sé ekki eins einsleit eru þeir sem þekkja miðborgina best, íbúar og verslunarrekendur. Ég held að sjaldan hafi verið jafn margar skemmtilegar verslanir og þjónusta í miðborginni.“ Í nýsamþykktu aðalskipulagi var þróunaráætlun miðborgar endurskoðuð. Þar er ekki tekin afstaða til hvernig verslun er á hverju svæði. „Það er engin nefnd sem segir þér hvernig vöruúrval þú átt að vera með í búðinni þinni. En þar sem að borgin gefur út starfsleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaði þá höfum við svolítið tækifæri til að stýra því.“Kristín Soffía JónsdóttirVeitingarekstur er stærsti hluti verslunar og þjónustu í miðborginni en 122 veitingahús, barir og kaffihús voru á því svæði sem Fréttablaðið tók út. Langflest þeirra voru á Laugaveginum, eða 47, og 46 á því litla svæði sem Kvosin er. Þannig mætti segja að Kvosin sé höfuðból matarmenningar í miðborginni. Ágúst Reynisson, einn eigenda Grillmarkaðarins, segir þróunina hafa verið afar góða fyrir veitingareksturinn undanfarin ár og þar leiki ferðamenn lykilhlutverk. „Við erum að neita svakalegum fjölda vegna þess að það er uppbókað tvær vikur fram í tímann. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum veitingastöðum sem neita og neita. Þannig að eitthvað þurfa viðskiptavinirnir að fara þannig að það er búið að opna fullt af veitingahúsum síðastliðin tvö ár.“ Hann segir að háannatímabilið einskorðist ekki lengur við sumarið heldur sé það allt árið um kring, þökk sé ferðamönnum. „Við erum rosalega ánægð með túristana, þetta er búið að bjarga miðbænum. Ég man að fyrir fimm árum var mjög mikið um tóm verslunarrými en í dag, jafnvel þó að þetta séu lundabúðir núna, þá eru að minnsta kosti búðir þarna.“ Ágúst veit af öðrum rekstraraðilum sem eru að leita að veitingarými í miðborginni en komast einfaldlega ekki að vegna þess að flest rými eru upptekin. Þá er nokkuð um sérvöruverslun í miðborginni en þar ber hæst gull- úr- og skartgripaverslanir. Frank Úlfar Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen úrsmiða, segir sumarið góðan tíma fyrir verslunina. „Þeir ferðamenn sem eru að koma hingað í viðskiptaferðir, hvataferðir, verslunarferðir og fleira eru þeir ferðamenn sem dvelja meira í borginni og eru að versla hérna og njóta lífsins. Þeir eru fyrir verslun eins og mína mikilvægari ferðamenn heldur en til dæmis bakpokaferðalangarnir,“ segir Frank. „Ég hef tekið þátt í þessum ferðamannaviðskiptum frá upphafi. Þetta hefur allt verið á eina leið og það er upp á við.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
„Miðborgin á auðvitað að vera í stöðugri skoðun og þetta á að þróast eins náttúrulega og hægt er þó að einhver stýring sé hugsanlega nauðsynleg,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. „En við höfum ekki viljað stíga það skref, eins og margir eru að kalla eftir, að stýra vöruúrvali í verslunum. Ég er ekki viss um að fólk yrði ánægt með það,“ segir hún. Samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á fjölda versluna og þjónustu í miðborginni. Samkvæmt úttektinni voru verslanir sem þjónusta ferðamenn sérstaklega um 15 prósent af þjónustu í úttektinni. Margir hafa haft áhyggjur af því að ferðamannaverslanir og svokallaðar lundaverslanir taki of mikið rými í miðborginni. „Mér finnst umræðan oft hafa verið frasakennd þar sem fólk er með stór orð um miðborgina. Maður hefur verið að sjá það á samfélagsmiðlum að þeir sem eru að koma miðborginni til varnar og segja að hún sé ekki eins einsleit eru þeir sem þekkja miðborgina best, íbúar og verslunarrekendur. Ég held að sjaldan hafi verið jafn margar skemmtilegar verslanir og þjónusta í miðborginni.“ Í nýsamþykktu aðalskipulagi var þróunaráætlun miðborgar endurskoðuð. Þar er ekki tekin afstaða til hvernig verslun er á hverju svæði. „Það er engin nefnd sem segir þér hvernig vöruúrval þú átt að vera með í búðinni þinni. En þar sem að borgin gefur út starfsleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaði þá höfum við svolítið tækifæri til að stýra því.“Kristín Soffía JónsdóttirVeitingarekstur er stærsti hluti verslunar og þjónustu í miðborginni en 122 veitingahús, barir og kaffihús voru á því svæði sem Fréttablaðið tók út. Langflest þeirra voru á Laugaveginum, eða 47, og 46 á því litla svæði sem Kvosin er. Þannig mætti segja að Kvosin sé höfuðból matarmenningar í miðborginni. Ágúst Reynisson, einn eigenda Grillmarkaðarins, segir þróunina hafa verið afar góða fyrir veitingareksturinn undanfarin ár og þar leiki ferðamenn lykilhlutverk. „Við erum að neita svakalegum fjölda vegna þess að það er uppbókað tvær vikur fram í tímann. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum veitingastöðum sem neita og neita. Þannig að eitthvað þurfa viðskiptavinirnir að fara þannig að það er búið að opna fullt af veitingahúsum síðastliðin tvö ár.“ Hann segir að háannatímabilið einskorðist ekki lengur við sumarið heldur sé það allt árið um kring, þökk sé ferðamönnum. „Við erum rosalega ánægð með túristana, þetta er búið að bjarga miðbænum. Ég man að fyrir fimm árum var mjög mikið um tóm verslunarrými en í dag, jafnvel þó að þetta séu lundabúðir núna, þá eru að minnsta kosti búðir þarna.“ Ágúst veit af öðrum rekstraraðilum sem eru að leita að veitingarými í miðborginni en komast einfaldlega ekki að vegna þess að flest rými eru upptekin. Þá er nokkuð um sérvöruverslun í miðborginni en þar ber hæst gull- úr- og skartgripaverslanir. Frank Úlfar Michelsen, úrsmiður og eigandi Michelsen úrsmiða, segir sumarið góðan tíma fyrir verslunina. „Þeir ferðamenn sem eru að koma hingað í viðskiptaferðir, hvataferðir, verslunarferðir og fleira eru þeir ferðamenn sem dvelja meira í borginni og eru að versla hérna og njóta lífsins. Þeir eru fyrir verslun eins og mína mikilvægari ferðamenn heldur en til dæmis bakpokaferðalangarnir,“ segir Frank. „Ég hef tekið þátt í þessum ferðamannaviðskiptum frá upphafi. Þetta hefur allt verið á eina leið og það er upp á við.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira