„1956 var faðir minn doctor juris Gunnlaugur heitinn Þórðarson framkvæmdastjóri Rauða krossins og sótti 52 ungverska flóttamenn til Vínar í flóttamannabúðir þar,“ skrifar Hrafn og telur þetta vera fyrstu fólksflutningar skipulagðir frá landnámsöld til Ísland en Hrafn sjálfur var þá átta ára. Hann man engu að síður eftir því hversu erfitt verkefni þetta reyndist.

Hrafn sjálfur segist hafa flutt töluvert af flóttafólki til Íslands, á eigin vegum og lykillinn að því að slíkt geti reynst farsælt sé að upplýsa þá um, sem hingað kemur, fyrirfram hversu mikið veðravíti Ísland er. „Lykillinn er kynna þessu fólki hvaða veðursfarrothögg það er að koma inn í og hvernig búa er í frosti og snjó sem það hefur flest ekki séð - annars vill það strax burt. [...] það verður hreinlega að kynna fólkinu á hvað vindsorfna grjóthólma ferðinni er heitið - komi sem flesta sem vilja gangast undir þetta og virða réttarríkið.“