Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2015 07:00 Hildur Eir Bolladóttir segir kirkjuna gera margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. Þjóðkirkjan hafði áður verið gagnrýnd síðustu daga fyrir að tjá sig ekkert um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáði sig á síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ eins og hundruð Íslendinga hafa gert. Þar býður hún fram aðstoð sína í formi stuðnings við flóttafólk, sálgæslu og annað. Hildur Eir segir kjarnann í kristinni trú vera að elska guð og náungann eins og sjálfan sig og á því byggi kirkjan starf sitt. Því sé ekkert spursmál að kirkjan bjóði fram krafta sína við móttöku flóttafólks. Aðspurð hvort Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætti að vera búin að tjá sig segir hún alla þjóna kirkjunnar hafa rödd og best sé að röddin komi sem víðast frá. Hún þurfi ekki að koma frá æðsta embættismanni þótt það sé að sjálfsögðu dýrmætt ef Agnes tjáir sig um málið. „Kirkjan á sjálfsögðu að hafa skoðun á svo stóru máli. Þetta er eitthvað sem Jesús hefði flutt heila ræðu um og brugðist strax við.“ Einhverjir hafa haldið því fram að „þögn“ kirkjunnar í málinu sé vegna trúar Sýrlendinga, en þeir eru að mestum hluta múslimar. Hildur Eir þvertekur fyrir það. „Það skiptir nákvæmlega engu máli,“ segir hún. „Þjóðkirkjan á Íslandi þjónar öllum á Íslandi sama hvaða trú þeir aðhyllast. Við þjónum líka þeim sem ekki trúa á neitt. Við spyrjum ekkert um trú.“ Hildur Eir segir kirkjuna geta gert margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. „Við búum yfir miklum mannauði. Það er mikið af fagfólki sem er sérfræðingar í sálgæslu hjá kirkjunni og gæti boðið upp á fyrstu hjálp. Einnig væri hægt að opna safnaðarheimilin og kirkjurnar fyrir neyðaraðstoð.“ Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. Þjóðkirkjan hafði áður verið gagnrýnd síðustu daga fyrir að tjá sig ekkert um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáði sig á síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ eins og hundruð Íslendinga hafa gert. Þar býður hún fram aðstoð sína í formi stuðnings við flóttafólk, sálgæslu og annað. Hildur Eir segir kjarnann í kristinni trú vera að elska guð og náungann eins og sjálfan sig og á því byggi kirkjan starf sitt. Því sé ekkert spursmál að kirkjan bjóði fram krafta sína við móttöku flóttafólks. Aðspurð hvort Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætti að vera búin að tjá sig segir hún alla þjóna kirkjunnar hafa rödd og best sé að röddin komi sem víðast frá. Hún þurfi ekki að koma frá æðsta embættismanni þótt það sé að sjálfsögðu dýrmætt ef Agnes tjáir sig um málið. „Kirkjan á sjálfsögðu að hafa skoðun á svo stóru máli. Þetta er eitthvað sem Jesús hefði flutt heila ræðu um og brugðist strax við.“ Einhverjir hafa haldið því fram að „þögn“ kirkjunnar í málinu sé vegna trúar Sýrlendinga, en þeir eru að mestum hluta múslimar. Hildur Eir þvertekur fyrir það. „Það skiptir nákvæmlega engu máli,“ segir hún. „Þjóðkirkjan á Íslandi þjónar öllum á Íslandi sama hvaða trú þeir aðhyllast. Við þjónum líka þeim sem ekki trúa á neitt. Við spyrjum ekkert um trú.“ Hildur Eir segir kirkjuna geta gert margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. „Við búum yfir miklum mannauði. Það er mikið af fagfólki sem er sérfræðingar í sálgæslu hjá kirkjunni og gæti boðið upp á fyrstu hjálp. Einnig væri hægt að opna safnaðarheimilin og kirkjurnar fyrir neyðaraðstoð.“
Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira