Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2015 07:00 Hildur Eir Bolladóttir segir kirkjuna gera margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. Þjóðkirkjan hafði áður verið gagnrýnd síðustu daga fyrir að tjá sig ekkert um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáði sig á síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ eins og hundruð Íslendinga hafa gert. Þar býður hún fram aðstoð sína í formi stuðnings við flóttafólk, sálgæslu og annað. Hildur Eir segir kjarnann í kristinni trú vera að elska guð og náungann eins og sjálfan sig og á því byggi kirkjan starf sitt. Því sé ekkert spursmál að kirkjan bjóði fram krafta sína við móttöku flóttafólks. Aðspurð hvort Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætti að vera búin að tjá sig segir hún alla þjóna kirkjunnar hafa rödd og best sé að röddin komi sem víðast frá. Hún þurfi ekki að koma frá æðsta embættismanni þótt það sé að sjálfsögðu dýrmætt ef Agnes tjáir sig um málið. „Kirkjan á sjálfsögðu að hafa skoðun á svo stóru máli. Þetta er eitthvað sem Jesús hefði flutt heila ræðu um og brugðist strax við.“ Einhverjir hafa haldið því fram að „þögn“ kirkjunnar í málinu sé vegna trúar Sýrlendinga, en þeir eru að mestum hluta múslimar. Hildur Eir þvertekur fyrir það. „Það skiptir nákvæmlega engu máli,“ segir hún. „Þjóðkirkjan á Íslandi þjónar öllum á Íslandi sama hvaða trú þeir aðhyllast. Við þjónum líka þeim sem ekki trúa á neitt. Við spyrjum ekkert um trú.“ Hildur Eir segir kirkjuna geta gert margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. „Við búum yfir miklum mannauði. Það er mikið af fagfólki sem er sérfræðingar í sálgæslu hjá kirkjunni og gæti boðið upp á fyrstu hjálp. Einnig væri hægt að opna safnaðarheimilin og kirkjurnar fyrir neyðaraðstoð.“ Flóttamenn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. Þjóðkirkjan hafði áður verið gagnrýnd síðustu daga fyrir að tjá sig ekkert um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tjáði sig á síðunni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ eins og hundruð Íslendinga hafa gert. Þar býður hún fram aðstoð sína í formi stuðnings við flóttafólk, sálgæslu og annað. Hildur Eir segir kjarnann í kristinni trú vera að elska guð og náungann eins og sjálfan sig og á því byggi kirkjan starf sitt. Því sé ekkert spursmál að kirkjan bjóði fram krafta sína við móttöku flóttafólks. Aðspurð hvort Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætti að vera búin að tjá sig segir hún alla þjóna kirkjunnar hafa rödd og best sé að röddin komi sem víðast frá. Hún þurfi ekki að koma frá æðsta embættismanni þótt það sé að sjálfsögðu dýrmætt ef Agnes tjáir sig um málið. „Kirkjan á sjálfsögðu að hafa skoðun á svo stóru máli. Þetta er eitthvað sem Jesús hefði flutt heila ræðu um og brugðist strax við.“ Einhverjir hafa haldið því fram að „þögn“ kirkjunnar í málinu sé vegna trúar Sýrlendinga, en þeir eru að mestum hluta múslimar. Hildur Eir þvertekur fyrir það. „Það skiptir nákvæmlega engu máli,“ segir hún. „Þjóðkirkjan á Íslandi þjónar öllum á Íslandi sama hvaða trú þeir aðhyllast. Við þjónum líka þeim sem ekki trúa á neitt. Við spyrjum ekkert um trú.“ Hildur Eir segir kirkjuna geta gert margt til að auðvelda móttöku flóttamanna. „Við búum yfir miklum mannauði. Það er mikið af fagfólki sem er sérfræðingar í sálgæslu hjá kirkjunni og gæti boðið upp á fyrstu hjálp. Einnig væri hægt að opna safnaðarheimilin og kirkjurnar fyrir neyðaraðstoð.“
Flóttamenn Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira