Aukna fjárveitingu þarf í málefni flóttafólks hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. september 2015 14:07 Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló. Flóttamenn Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló.
Flóttamenn Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira