Stenson og Fowler efstir fyrir lokahringinn á TPC Boston 7. september 2015 11:00 Stenson fagnar frábærum erni á þriðja hring. Getty Það vantar ekki spennuna fyrir lokahringinn á Deutsche Bank meistaramótinu sem fram fer á TBC Boston vellinum ef þegar 18 holur eru óleiknar leiðir fyrrum besti kylfingur heims, Svíinn Henrik Stenson, með einu höggi. Stenson lék frábært golf á þriðja hring í gær og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari en hann er á 14 höggum undir pari samtals. Hinn geysivinsæli Rickie Fowler er þó aðeins einu höggi á eftir Stenson á 13 undir pari en Sean Ohair og Matt Jones deila þriðja sætinu á 12 höggum undir pari. Charley Hoffman, sem leiddi mótið eftir tvo hringi, spilaði sig úr toppbaráttunni á þriðja hring sem hann lék á 76 höggum eða fimm yfir pari. Hann er þó í aðeins skárri málum en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, en hann er meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegn um niðurskurðinn á tveimur yfir pari. Á morgun kemur í ljós hvaða 70 kylfingar fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar heldur úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar áfram þar sem leikið er um marga milljarða króna í verðlaunafé.Bein útsending frá lokahringnum á TPC Boston hefst á Golfstöðinni klukkan 15:30 í dag. Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Það vantar ekki spennuna fyrir lokahringinn á Deutsche Bank meistaramótinu sem fram fer á TBC Boston vellinum ef þegar 18 holur eru óleiknar leiðir fyrrum besti kylfingur heims, Svíinn Henrik Stenson, með einu höggi. Stenson lék frábært golf á þriðja hring í gær og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari en hann er á 14 höggum undir pari samtals. Hinn geysivinsæli Rickie Fowler er þó aðeins einu höggi á eftir Stenson á 13 undir pari en Sean Ohair og Matt Jones deila þriðja sætinu á 12 höggum undir pari. Charley Hoffman, sem leiddi mótið eftir tvo hringi, spilaði sig úr toppbaráttunni á þriðja hring sem hann lék á 76 höggum eða fimm yfir pari. Hann er þó í aðeins skárri málum en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, en hann er meðal neðstu manna af þeim sem komust í gegn um niðurskurðinn á tveimur yfir pari. Á morgun kemur í ljós hvaða 70 kylfingar fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar heldur úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar áfram þar sem leikið er um marga milljarða króna í verðlaunafé.Bein útsending frá lokahringnum á TPC Boston hefst á Golfstöðinni klukkan 15:30 í dag.
Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira