Dansað í dimmu gyða lóa ólafsdóttir skrifar 8. september 2015 09:00 Eyrún segir ákveðið frelsi felast í því að dansa í myrkri. Fréttablaðið/Anton „Þetta er mjög einfalt, það er nefnilega málið,“ segir Eyrún Arnadóttir. Hún ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu. „Við komum saman í rými þar sem er hægt að gera tiltölulega mikið myrkur. Svo bara slökkvum við ljósin og dönsum í klukkutíma.“ Dansað í dimmu er gert að ástralskri fyrirmynd, No Lights No Lycra Perth og kynntist Eyrún því þegar hún var búsett í Ástralíu um stund en verður viðburðurinn nú í fyrsta sinn haldinn undir yfirskriftinni Dansað í dimmu. Rúmt ár er síðan fyrsti viðburðurinn var haldinn og segir Eyrún talsverða aðsókn hafa verið í dansinn, þegar mest lét voru 40 manns sem mættu „Það var svolítið mikið,“ segir hún hlæjandi og bætir við að venjulega séu þau í kringum tuttugu talsins. „Við höfum fengið fólk til að búa til playlista eða mix. Kira Kira gerir playlistann núna og svo hefur fólk út í bæ haft samband og fengið að gera playlista og nokkrir plötusnúðar líka,“ en Eyrún segir tónlistina fjölbreytta en reynt sé að höfða til allra. Hún segir ákveðið frelsi fólgið í því að dansa í almyrkvuðu rými og nauðsynlegt sé að skilja egóið eftir fyrir utan. „Þetta er bara klukkutími sem þú átt með sjálfum þér og dansar án þess að fólk horfi á þig og það er mjög frelsandi.“ Eyrún segir þau vinina hafa ákveðið að láta slag standa og starta myrkradansinum hér á Íslandi aðallega fyrir sjálfan sig. „Okkur finnst rosalega gaman að dansa og ákvaðum að prófa, bara fyrir okkur og buðum fólki að koma.“Dansað í dimmu hefst klukkan 19.00 í kvöld á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Þátttökugjald eru 1.000 krónur og enginn posi verður á staðnum. Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er mjög einfalt, það er nefnilega málið,“ segir Eyrún Arnadóttir. Hún ásamt þeim Emma Sanderson, Emmy Winks og Rik McNair halda dansviðburðinn Dansað í dimmu. „Við komum saman í rými þar sem er hægt að gera tiltölulega mikið myrkur. Svo bara slökkvum við ljósin og dönsum í klukkutíma.“ Dansað í dimmu er gert að ástralskri fyrirmynd, No Lights No Lycra Perth og kynntist Eyrún því þegar hún var búsett í Ástralíu um stund en verður viðburðurinn nú í fyrsta sinn haldinn undir yfirskriftinni Dansað í dimmu. Rúmt ár er síðan fyrsti viðburðurinn var haldinn og segir Eyrún talsverða aðsókn hafa verið í dansinn, þegar mest lét voru 40 manns sem mættu „Það var svolítið mikið,“ segir hún hlæjandi og bætir við að venjulega séu þau í kringum tuttugu talsins. „Við höfum fengið fólk til að búa til playlista eða mix. Kira Kira gerir playlistann núna og svo hefur fólk út í bæ haft samband og fengið að gera playlista og nokkrir plötusnúðar líka,“ en Eyrún segir tónlistina fjölbreytta en reynt sé að höfða til allra. Hún segir ákveðið frelsi fólgið í því að dansa í almyrkvuðu rými og nauðsynlegt sé að skilja egóið eftir fyrir utan. „Þetta er bara klukkutími sem þú átt með sjálfum þér og dansar án þess að fólk horfi á þig og það er mjög frelsandi.“ Eyrún segir þau vinina hafa ákveðið að láta slag standa og starta myrkradansinum hér á Íslandi aðallega fyrir sjálfan sig. „Okkur finnst rosalega gaman að dansa og ákvaðum að prófa, bara fyrir okkur og buðum fólki að koma.“Dansað í dimmu hefst klukkan 19.00 í kvöld á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Þátttökugjald eru 1.000 krónur og enginn posi verður á staðnum.
Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“