Lesbos er á barmi þess að springa Stefán Óli Jónsson skrifar 7. september 2015 23:41 Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar. Vísir/EPA Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00
Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09
Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19
Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42