Fjórir erlendir ferðamenn voru í bifreiðinni og var farþegi bifreiðarinnar úrskurðaður látinn á vettvangi. Ökumaður slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar að Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er líðan hans eftir atvikum.
Meiðsli annarra farþega eru minni.
Tildrög slyssins eru óljós en lögreglumenn á Suðurlandi vinna að rannsókn á vettvangi. Áfram má búast við umferðartöfum við slysavettvanginn.
Frekari upplýsingar eru ekki veittar að svo stöddu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.