„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2015 17:30 Fjöldi barna hefur misst fjölskyldir sínar á flótta undan átökunum í Sýrlandi. Vísir/EPA „Ísland á bara að sjá sóma sinn í að taka á móti flóttamönnum. Við erum velmegandi land og getum vel tekið á móti flóttamönnum,“ segir Hákon Guðröðarson, hóteleigandi á Neskaupsstað. Hann skrifaði færslu inn á hópinn 'Kæra Eygló Harðar - Sýrland kallar' á Facebook í nótt sem vakið hefur mikla athygli. Þar bíður hann fram heimili sitt og mannsins sín til þess að taka á móti einhverjum af þeim börnum sem glatað hafa fjölskyldum sínum undanfarin misseri. „Reglugerðir á Íslandi heimila ættleiðingar á hinsegin heimili en á sama tíma hefur íslenska ríkið enga samninga við lönd sem leyfa ættleiðingar til hinsegin foreldra. Við munum því líklega seint fá tækifæri til að ala upp okkar eigin börn. Við mundum glaðir vilja bjóða flóttabörnum varanlegt fóstur og ástríkt heimili, borga undir þau fargjöld og standa straum af öllum kostnaði við uppeldi þeirra og tryggja þeim öruggt líf,“ segir Hákon í færslunni sem fengið hefur rúmlega 2700 'like'.Sjá einnig - Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“„Þessi póstur minn var kannski fyrst og fremst ádeila á það að hinsegin fjölskyldur eiga mjög erfitt með að eignast börn. Þetta er með síðustu réttindunum sem við eigum eftir að fá, þetta hinsegin samfélag,“ segir Hákon í samtali við Vísi. „Það eru rosalega fá úrræði fyrir okkur. Íslensk ættleiðing gefur okkur þau svör að Ísland vilji ekki styggja samningslönd sín sem við erum að ættleiða frá vegna þess að í sumum löndum er samkynhneigð hreinlega ólögleg. Við höfum aðstæður til að bjóða börnum gott líf en fáum ekki tækifæri á því.“Hákon Guðraðarson og eiginmaður hans, Hafsteinn HafsteinssonHákon GuðraðarsonNægt rými fyrir flóttamenn á Íslandi Hákon segir að hann og maður sinn, ásamt fleirum samkynhneigðum hjónum og pörum, geti búið flóttamannabörnum sem komi til Íslands gott líf. Sú staðreynd að þeir séu tveir karlmenn þýði það ekki að þeir geti boðið verri aðstæður en annað fólk. „Við gætum boðið þeim alveg afskaplega gott líf. Við búum á friðsælum og góðum stað, við eigum stórt húsnæði, við búum við hliðin á sveit og fjölskyldan mín er sveitafólk. Við gætum boðið þeim öll lífsins gæði. Maðurinn minn er heimavinnandi listamaður. Við myndum bjóða upp á mikið öryggi og við höfum nóg að gefa. Það yrðu ekkert verri aðstæður að alast upp hjá okkur eða hjá Jóni og Gunnu, bara af því að við erum tveir karlmenn ætti það ekki að breyta neinu.“Sjá einnig - Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða Krossinum Telur Hákon að Íslandi geti vel tekið á móti fleiri flóttamönnum og þar geti landsbyggðin tekið á móti, enda vanti vinnuafl í mörgum sveitarfélögum á landsbyggðinni. „Það er rúm fyir flóttamenn á Íslandi. Sérstaklega hérna á landsbyggðinni. Það mun ekkert væsa um okkur ef við tökum við 500 flóttamönnum. Hérna á Neskaupsstað, þar sem ég bý, er umframeftirspurn eftir vinnuafli og afhverju ætti hvert og eitt sveitarfélag ekki að fá tvær fjölskyldur í hvert þorp? Við erum aftur komin í þá stöðu að þurfa að flytja inn erlent vinnuuafl sem í flestum tilvikum ætlar sér að fara heim eftir nokkur ár. Flóttamenn koma hingað og ætla sér að verða Íslendingar. Það er til nóg af byggðum úti á landi sem vill taka á móti flóttamönnum og það er nóg til af fólki sem vill taka þátt í kostnaðinum, þetta þarf ekki að kosta ríkið það mikinn pening.“Sjá einnig - Íslenskur læknir vildi bjarga austurrísku barni frá nasistum en fékk skýringarlausa neitun Hákon veltir því fyrir sér hvort að Íslandi geti talist til norrænna ríkja miðað við hversu fáum flóttamönnum Ísland taki við? „Hvernig getum við borið okkar saman við frændþjóðir okkar í Skandinavíu en tekið á móti örfáum flóttamönnum? Að taka á móti 50 flóttamönnum er bara ekki neitt. Við þyrftum að taka á móti 1500 flóttamönnum á ári ef við ætlum að ná því þeim fjölda sem hin norrænu ríkin eru að taka á móti, miðað við höfðatölu.“ Flóttamenn Hinsegin Tengdar fréttir Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Forsíðumynd Fréttablaðsins: Eymd og ótti flóttafólks frá Sýrlandi Tólf milljónir Sýrlendinga hafa þurft að yfirgefa heimili sín frá því borgarastyrjöldin braust út þar í landi fyrir rúmum fjórum árum. 31. ágúst 2015 11:25 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
„Ísland á bara að sjá sóma sinn í að taka á móti flóttamönnum. Við erum velmegandi land og getum vel tekið á móti flóttamönnum,“ segir Hákon Guðröðarson, hóteleigandi á Neskaupsstað. Hann skrifaði færslu inn á hópinn 'Kæra Eygló Harðar - Sýrland kallar' á Facebook í nótt sem vakið hefur mikla athygli. Þar bíður hann fram heimili sitt og mannsins sín til þess að taka á móti einhverjum af þeim börnum sem glatað hafa fjölskyldum sínum undanfarin misseri. „Reglugerðir á Íslandi heimila ættleiðingar á hinsegin heimili en á sama tíma hefur íslenska ríkið enga samninga við lönd sem leyfa ættleiðingar til hinsegin foreldra. Við munum því líklega seint fá tækifæri til að ala upp okkar eigin börn. Við mundum glaðir vilja bjóða flóttabörnum varanlegt fóstur og ástríkt heimili, borga undir þau fargjöld og standa straum af öllum kostnaði við uppeldi þeirra og tryggja þeim öruggt líf,“ segir Hákon í færslunni sem fengið hefur rúmlega 2700 'like'.Sjá einnig - Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“„Þessi póstur minn var kannski fyrst og fremst ádeila á það að hinsegin fjölskyldur eiga mjög erfitt með að eignast börn. Þetta er með síðustu réttindunum sem við eigum eftir að fá, þetta hinsegin samfélag,“ segir Hákon í samtali við Vísi. „Það eru rosalega fá úrræði fyrir okkur. Íslensk ættleiðing gefur okkur þau svör að Ísland vilji ekki styggja samningslönd sín sem við erum að ættleiða frá vegna þess að í sumum löndum er samkynhneigð hreinlega ólögleg. Við höfum aðstæður til að bjóða börnum gott líf en fáum ekki tækifæri á því.“Hákon Guðraðarson og eiginmaður hans, Hafsteinn HafsteinssonHákon GuðraðarsonNægt rými fyrir flóttamenn á Íslandi Hákon segir að hann og maður sinn, ásamt fleirum samkynhneigðum hjónum og pörum, geti búið flóttamannabörnum sem komi til Íslands gott líf. Sú staðreynd að þeir séu tveir karlmenn þýði það ekki að þeir geti boðið verri aðstæður en annað fólk. „Við gætum boðið þeim alveg afskaplega gott líf. Við búum á friðsælum og góðum stað, við eigum stórt húsnæði, við búum við hliðin á sveit og fjölskyldan mín er sveitafólk. Við gætum boðið þeim öll lífsins gæði. Maðurinn minn er heimavinnandi listamaður. Við myndum bjóða upp á mikið öryggi og við höfum nóg að gefa. Það yrðu ekkert verri aðstæður að alast upp hjá okkur eða hjá Jóni og Gunnu, bara af því að við erum tveir karlmenn ætti það ekki að breyta neinu.“Sjá einnig - Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða Krossinum Telur Hákon að Íslandi geti vel tekið á móti fleiri flóttamönnum og þar geti landsbyggðin tekið á móti, enda vanti vinnuafl í mörgum sveitarfélögum á landsbyggðinni. „Það er rúm fyir flóttamenn á Íslandi. Sérstaklega hérna á landsbyggðinni. Það mun ekkert væsa um okkur ef við tökum við 500 flóttamönnum. Hérna á Neskaupsstað, þar sem ég bý, er umframeftirspurn eftir vinnuafli og afhverju ætti hvert og eitt sveitarfélag ekki að fá tvær fjölskyldur í hvert þorp? Við erum aftur komin í þá stöðu að þurfa að flytja inn erlent vinnuuafl sem í flestum tilvikum ætlar sér að fara heim eftir nokkur ár. Flóttamenn koma hingað og ætla sér að verða Íslendingar. Það er til nóg af byggðum úti á landi sem vill taka á móti flóttamönnum og það er nóg til af fólki sem vill taka þátt í kostnaðinum, þetta þarf ekki að kosta ríkið það mikinn pening.“Sjá einnig - Íslenskur læknir vildi bjarga austurrísku barni frá nasistum en fékk skýringarlausa neitun Hákon veltir því fyrir sér hvort að Íslandi geti talist til norrænna ríkja miðað við hversu fáum flóttamönnum Ísland taki við? „Hvernig getum við borið okkar saman við frændþjóðir okkar í Skandinavíu en tekið á móti örfáum flóttamönnum? Að taka á móti 50 flóttamönnum er bara ekki neitt. Við þyrftum að taka á móti 1500 flóttamönnum á ári ef við ætlum að ná því þeim fjölda sem hin norrænu ríkin eru að taka á móti, miðað við höfðatölu.“
Flóttamenn Hinsegin Tengdar fréttir Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Forsíðumynd Fréttablaðsins: Eymd og ótti flóttafólks frá Sýrlandi Tólf milljónir Sýrlendinga hafa þurft að yfirgefa heimili sín frá því borgarastyrjöldin braust út þar í landi fyrir rúmum fjórum árum. 31. ágúst 2015 11:25 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Gætum tekið við hundruðum Fjölmargir Íslendingar kalla eftir því að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en áform ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík segir það vera stjórnvalda að ákveða töluna. 31. ágúst 2015 07:00
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
Forsíðumynd Fréttablaðsins: Eymd og ótti flóttafólks frá Sýrlandi Tólf milljónir Sýrlendinga hafa þurft að yfirgefa heimili sín frá því borgarastyrjöldin braust út þar í landi fyrir rúmum fjórum árum. 31. ágúst 2015 11:25
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58