Hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. ágúst 2015 09:30 Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall hefur áhuga á frekara samstarfi við hollenska tónlistarmanninn Sam Knoop en þeir syngja eitt vinsælasta lag Hollands um þessar mundir. Vísir/Stefán Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who?, hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi undanfarna daga því hann syngur í vinsælu lagi þar í landi um þessar mundir. Með Badda syngur hollenski tónlistarmaðurinn Sam Knoop en lagið ber nafnið Niets Lijkt Te Gebeuren. „Ég kynntist manni sem heitir Andy, sem er umboðsmaður Sams, og hann bað mig um að syngja lagið fyrir sig og ég söng það og sendi honum það út,“ segir Baddi um upphafið. Lagið er upphaflega eftir skosku rokkhljómsveitina Del Amitri. Kynni hans og Hollendinganna má rekja til þess þegar Baddi leysti trúbador í miðbæ Reykjavíkur af um stundarsakir og tók eitt lag, sem heillaði Hollendingana upp úr skónum. „Bróðir umboðsmannsins kom til mín og spurði mig: Ertu söngvarinn í Jeff Who? og sagðist vera mikill aðdáandi og vildi kynna mig fyrir bróður sínum, Andy. Þegar ég kynntist Andy þá spurði hann hvort ég gæti samið lög fyrir skjólstæðing sinn sem er Sam Koop,“ útskýrir Baddi. Hollendingarnir vildu einnig fá myndband af Badda syngja og spila lagið sem Sam notaði svo á tónleikum.Hér sjáum við skjáskot úr myndbandinu. Baddi sést hér í hollensku sjónvarpi.„Við tókum dúett, því hann varpaði myndbandinu af mér spila og syngja lagið á skjá þannig að við spiluðum saman á tónleikunum,“ segir Baddi léttur í lundu. Upp úr þessum dúett þeirra félaga spratt hugmynd Hollendinganna um að gera tónlistarmyndband þar sem Sam Koop og Baddi syngja lagið saman. Myndbandið varð strax ákaflega vinsælt. „Myndbandið var komið með um 65 þúsund „views“ á fimm dögum og er víst núna í mikilli spilun í hollensku útvarpi. Lagið er líklega að fara í svokallaða A-spilun í hollenska ríkisútvarpinu,“ segir Baddi, en hann er einmitt á leið í viðtal við hollenska ríkisútvarpið í dag. Fyrir utan útvarpsspilunina er myndbandið við lagið mest umbeðna myndbandið á sjónvarpsstöð sem heitir Oranje TV í Hollandi. „Þetta er einhvers konar MTV-stöð Hollands.“ Lagið er einnig komið út á Spotify. Spurður út í hvort Jeff Who? sé einnig á leið til Hollands segir Baddi að svo sé ekki. „Ekki nema Jeff Who? fari í massíva spilun í Hollandi, þá veit maður aldrei,“ segir hann og hlær. Baddi segist stefna á frekara samstarf með Sam og gerir ráð fyrir að semja fleiri lög fyrir hollenska tónlistarmanninn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður en það væri fínt að semja fyrir hann, sérstaklega ef hann er að verða svona stór,“ bætir hann við. Baddi hefur nú þegar látið Hollendinginn hafa lag sem hann og píanóleikarinn Valdimar Kristjónsson sömdu og er væntanlegt til útgáfu í Hollandi. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi í Jeff Who?, hefur skotist upp á stjörnuhimininn í Hollandi undanfarna daga því hann syngur í vinsælu lagi þar í landi um þessar mundir. Með Badda syngur hollenski tónlistarmaðurinn Sam Knoop en lagið ber nafnið Niets Lijkt Te Gebeuren. „Ég kynntist manni sem heitir Andy, sem er umboðsmaður Sams, og hann bað mig um að syngja lagið fyrir sig og ég söng það og sendi honum það út,“ segir Baddi um upphafið. Lagið er upphaflega eftir skosku rokkhljómsveitina Del Amitri. Kynni hans og Hollendinganna má rekja til þess þegar Baddi leysti trúbador í miðbæ Reykjavíkur af um stundarsakir og tók eitt lag, sem heillaði Hollendingana upp úr skónum. „Bróðir umboðsmannsins kom til mín og spurði mig: Ertu söngvarinn í Jeff Who? og sagðist vera mikill aðdáandi og vildi kynna mig fyrir bróður sínum, Andy. Þegar ég kynntist Andy þá spurði hann hvort ég gæti samið lög fyrir skjólstæðing sinn sem er Sam Koop,“ útskýrir Baddi. Hollendingarnir vildu einnig fá myndband af Badda syngja og spila lagið sem Sam notaði svo á tónleikum.Hér sjáum við skjáskot úr myndbandinu. Baddi sést hér í hollensku sjónvarpi.„Við tókum dúett, því hann varpaði myndbandinu af mér spila og syngja lagið á skjá þannig að við spiluðum saman á tónleikunum,“ segir Baddi léttur í lundu. Upp úr þessum dúett þeirra félaga spratt hugmynd Hollendinganna um að gera tónlistarmyndband þar sem Sam Koop og Baddi syngja lagið saman. Myndbandið varð strax ákaflega vinsælt. „Myndbandið var komið með um 65 þúsund „views“ á fimm dögum og er víst núna í mikilli spilun í hollensku útvarpi. Lagið er líklega að fara í svokallaða A-spilun í hollenska ríkisútvarpinu,“ segir Baddi, en hann er einmitt á leið í viðtal við hollenska ríkisútvarpið í dag. Fyrir utan útvarpsspilunina er myndbandið við lagið mest umbeðna myndbandið á sjónvarpsstöð sem heitir Oranje TV í Hollandi. „Þetta er einhvers konar MTV-stöð Hollands.“ Lagið er einnig komið út á Spotify. Spurður út í hvort Jeff Who? sé einnig á leið til Hollands segir Baddi að svo sé ekki. „Ekki nema Jeff Who? fari í massíva spilun í Hollandi, þá veit maður aldrei,“ segir hann og hlær. Baddi segist stefna á frekara samstarf með Sam og gerir ráð fyrir að semja fleiri lög fyrir hollenska tónlistarmanninn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður en það væri fínt að semja fyrir hann, sérstaklega ef hann er að verða svona stór,“ bætir hann við. Baddi hefur nú þegar látið Hollendinginn hafa lag sem hann og píanóleikarinn Valdimar Kristjónsson sömdu og er væntanlegt til útgáfu í Hollandi.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira