Tónlist

Yfir tvö tonn af búnaði með Of Monsters and Men

Gunnar Leó Pálsson skrifar
 Hljómsveitin kom fram á tvennum tónleikum í Hörpu í vikunni.
Hljómsveitin kom fram á tvennum tónleikum í Hörpu í vikunni. Vísir/Anton
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu. Hún hefur verið á tónleikaferð um allan heim og þá hefur nýja platan, Beneath The Skin fengið prýðis dóma í erlendum miðlum. Hljómsveitin kom fram á tvennum tónleikum á Íslandi í vikunni en það voru jafnframt fyrstu tónleikar sveitarinnar hér á landi í um tvö ár.

Fréttablaðið vildi skyggnast á bak við tjöldin og sjá hversu stórt fyrirtæki hljómsveitin Of Monsters and Men er í umfangi þegar hún er á tónleikaferðalagi. Þegar svona stór hljómsveit kemur fram á tónleikum, þá er ekki bara stillt upp hljóðfærum, stungið í samband og þá allt orðið klárt. Nei, ferlið er stærra og meira og fjöldi fólks sem ferðast með hljómsveitinni til þess að láta ferðlag hljómsveitarinnar og tónleika sveitarinnar ganga upp eins og til er ætlast.

Allt í allt eru 22 manneskjur sem koma að tónleikum sveitarinnar en Heather Kolker umboðsmaður OMAM gerir ráð fyrir að þessi tala hækki í 23 eða 24 manneskjur þegar líður á tónleikaferðina og sveitin fer að spila á stærri tónleikastöðum.

22 manneskjur á tónleikaferðalaginu

Meðlimir sveitarinnar:

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngvari og gítarleikari 

Ragnar Þórhallsson söngvari og gítarleikari

Brynjar Leifsson gítarleikari

Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari

Arnar Rósenkranz Hilmarsson trommuleikari

Fjórir aukahljóðfæra-leikarar með sveitinni



Steingrimur Karl Teague leikur á hljómborð, harmonikku og ýmislegt annað


Ragnhildur Gunnarsdóttir leikur á trompet, harmonikku, hljómborð og ýmislegt fleira

Bjarni Þór Jensson leikur á gítar, hljómborð, slagverk og ýmislegt annað 

Sigrún Jónsdóttir leikur á ýmis blásturshljóðfæri, strengjahljóðfæri og ýmislegt annað.

Ingi Garðar Erlingsson leikur á Básúnu en hann er ekki með sveitinni lengur.

Á bakvið tjöldin

Þá er komið að þeim einstaklingum sem sjást sjaldan á sviðinu en Of Monsters and Men er eins og flestar stærri sveitir með stórt teymi á bak við sig.

1 Framkvæmdarstjóri tónleikaferðalagsins

1 Sölustjóri varnings á ferðalaginu

1 Aðstoðarrekstrarstjóri hljómsveitar

1 Sviðshljóðmaður

1 Hljóðmaður í sal

1 Ljósamaður

1 Gítartæknimaður

1 Trommutæknimaður

2 Hljóð- og ljósatæknimenn

1 Trukkabílsstjóri

2 Rútubílsstjórar

Mikill búnaður fylgir

Til að halda tónleika þurfa hljóðfæraleikararnir búnað en fjöldi hljóðfæra er talsverður, hér er hluti af þeim búnaði:

18 gítarar

12 trommur

Um 70 míkrófónar og directbox

6 effectapedalaborð

2 mixerborð

1 ljósaborð

8 níu feta og þriggja metra háir ljósaþríhyrningar sem er hluti af sviðsmynd sveitarinnar

Í heildinar eru farmur sveitarinnar um 65 hlutir og um 2.300 kíló í heildina.

Vilja horfa á hryllingsmyndir á milli tónleika

Hljómsveitir sem eru á tónleikaferð eiga að jafnaði frekar erfitt með það að fara út í búð og versla í matinn eða fara á veitingastaði og þess vegna gera sveitir svokallaðan ræder-lista. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ræder-listi hljómsveitarinnar misjafn og fer að mestu eftir því hvort hljómsveitin sé að spila sem aðalnúmer á sínum tónleikum eða á tónlistarhátíð.

Hljómsveitin fer fram á nokkra hluti en hollustan er þó í fyrirrúmi. Dæmi um hluti sem hafa verið á ræder-lista OMAM er:



Vatnsflöskur


Almond mjólk

Skyr

Egg

úrval ávaxta

Hummus

Guacamole

Ostar

Hrökkbrauð

Bjór

Vín

Einnota tattú

Þess má til gamans geta að meðlimir sveitarinnar hafa gaman af hryllingsmyndum því hljómsveitin biður gjarnan tónleikahaldarana á hverjum stað fyrir sig að velja fyrir sig hryllingsmynd til þess að horfa á þegar sveitin ferðast á næsta tónleikastað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×