Íbúar Skuggahverfisins þreyttir á ferðamannaleigu í fjölbýlishúsum Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 23. ágúst 2015 20:00 Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Íbúar í fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu hafa fengið sig fullsadda af því að íbúðir í húsunum séu leigðar út til ferðamanna. Meirihluti íbúa í húsfélaginu Skugga einum ætla að kæra þá sem leigja íbúðirnar út. Húsfélagið Skuggi 1 samanstendur af sex fjölbýlishúsum í Skuggahverfinu. Til stendur að kæra eigendur þriggja íbúða í húsunum sem hafa ekki haft fasta búsetu í íbúðunum heldur einungis notað þær í útleigu til ferðamanna. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra íbúa hússins og voru þeir sammála um að töluvert ónæði væri af útleigunni. Einn íbúi sagðist til að mynda hafa flúið út á land yfir menningarnótt vegna mikils umgangs, en íbúinn býr á milli tveggja íbúða sem leigðar eru út. Guðjón Jónasson býr í einu húsanna og segist ánægður með að húsfélagið ætli að kanna rétt íbúanna í málinu. „Fólk er ekkert sérstaklega ánægt að vakna upp um miðjar nætur þegar ferðamenn koma úr flugi og eru að reyna að opna hurðina hjá þér. Það er nefnilega þannig að það eru ekki allir eigendur þessa íbúða sem eru að hafa fyrir því að innrita fólkið. Þessi mál eru í miklum ólestri að mínu viti. Það eru margir íbúar í miðbænum sem eru orðnir pínkulítið þreyttir á þessu,“ segir Guðjón. Í lögum um fjöleignarhús segir að breytingar á hagnýtingu séreignar sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var séu háðar samþykki allra eigenda hússins. „Þú mátt ekki fá þér hund öðruvísi en að fá meirihluta samþykki íbúa. Þegar það er farið að leigja íbúðir út í skammtímaleigu er það náttúrlega breyting á nýtingu. Mér finnst eðlilegt í það minnsta að meirihluti íbúa verði að vera samþykkur svona og menn þurfi að fá leyfi,“ segir Guðjón. „Auðvitað er gaman að búa í lifandi borg en við þurfum líka að taka tillit til þeirra sem bæði þreyja hér þorran og góuna,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira