Fótbolti

Juventus hóf titilvörnina á tapi á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mario Mandzukic trúir ekki sínum eigin augum.
Mario Mandzukic trúir ekki sínum eigin augum. vísir/getty
Juventus hóf titilvörnina á Ítalíu með tapi gegn Udinese, en eina mark leiksins kom í síðari hálfleik. AC Milan og Napoli töpuðu einnig sínum leikjum.

Juventus tapaði 0-1 gegn Udinese á heimavelli, en Juventus tapar vanalega ekki á heimavelli. Cyril Thereau skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu og ekki sú byrjun á titilvörninni sem Juventus hafði óskað sér.

AC Milan tapaði fyrsta leiknum undir stjórn Sinisa Mihajlovic, en þeir töpuðu 2-0 á útivelli gegn Fiorentina. Marcos Alonso skoraði frábært mark úr aukaspyrnu og Josip Ilicic bætti við öðru úr vítaspyrnu.

Napoli tapaði 2-1 gegn Sassulo á útivelli. Marek Hamsik kom Napoli yfir, en Antonio Floro Flores jafnaði metin fyrir Sassulo og Nicola Sansone tryggði Sassulo sigurinn sex mínútum fyrir leikslok.

Stjörnubanarnir í Inter unnu Atlanta með marki Stevan Jovetic í uppbótartíma og Sampdoria skellti Carpi 5-2, en staðan var 5-1 í hálfleik.

Öll úrslit dagsins:

Juventus - Udinese 0-1

Empoli - ChievoVerona 1-3

Fiorentina - AC Milan 2-0

Frosinone - Torino 1-2

Inter - Atlanta 0-0

Palermo - Genoa 1-0

Sampdoria - Carpi 5-1

Sassulo - Napoli 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×