Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2015 11:00 Box Island er fyrir iPad. Þrautaleikurinn Box Island kom út í dag. Hann er gefinn út af sprotafyrirtækinu Radiant Games og er ætlað að auðvelda krökkum að beita grunngildum forritunar og efla rökfræðilegan hugsunarhátt. Í leiknum þurfa spilendur að leiðbeina söguhetjunni Hiro í leiðangur þar sem hann þarf að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlendir á eyjunni Box. „Þrautirnar í leiknum geta verið snúnar og reynir þá vel á rökhugsunina hjá krökkunum. Við sáum það strax í notendaprófunum að það getur reynst erfitt að þurfa samhliða því að þýða enskuna yfir á íslensku. Leikurinn ætti því að vera mikil búbót hér á landi,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games, í tilkynningu. Leikurinn hentar krökkum átta ára og eldri. Hægt er að nálgast leikinn á App Store fyrir iPad og kostar hann rúmar 700 krónur.Í tilkynningunni segir að með útgáfunni skapist frábært tækifæri til að vekja upp umræðuna um mikilvægi forritunar fyrir upprennandi kynslóðir, atvinnulífið og samfélagið í heild. „Boðskapurinn er ekki sá að allir eigi að verða forritarar þegar þeir verða eldri. Þetta snýst um mikilvægi þess að við skiljum hvernig heimurinn í kringum okkur virkar í dag og hvernig hann mun virka í framtíðinni,” segir Vignir, og við bætir við að forritun sé dulin fyrir mörgum. „Forritun er í raun leið okkar til þess að eiga samskipti við tölvur. Rétt eins og við notum tungumál til að tala, eða hljóðfæri til að flytja tónlist, þá notum við forritunarmál til að forrita og tjá okkur við tölvur. Forritun er því verkfæri til þess að örva sköpunargleðina og búa til nýja hluti í hinum stafræna heimi.”Hiro er söguhetja leiksins og þarf hann að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra lendir á Box Island.Fyrirtækið Radiant Games var stofnað í maí í fyrra og sama ár hlaut fyrirtækið verkefnisstyrk Tækniþróunarsjóðs upp á 12,5 milljónir króna árlega til þriggja ára, ásamt því að lenda í 2.sæti af 376 viðskiptahugmyndum í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Samkvæmt tilkynningunni er markmið Radiant Games er að búa til skemmtilega leiki fyrir krakka sem kveikja áhuga þeirra á forritun. Stofnendur Radiant Games segjast sjálfir vera dæmi um einstaklinga sem fengu kynningu á forritun alltof seint á lífsleiðinni. Þeir tóku eftir því að ekki hafði mikið breyst frá því að þeir ólust upp og ákváðu því að gera eitthvað í málinu. Stofnendur fyrirtæksins eru Guðmundur Valur Viðarsson, Haukur Steinn Logason, Vignir Örn Guðmundsson og Þorgeir Auðunn Karlsson. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins. Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið
Þrautaleikurinn Box Island kom út í dag. Hann er gefinn út af sprotafyrirtækinu Radiant Games og er ætlað að auðvelda krökkum að beita grunngildum forritunar og efla rökfræðilegan hugsunarhátt. Í leiknum þurfa spilendur að leiðbeina söguhetjunni Hiro í leiðangur þar sem hann þarf að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlendir á eyjunni Box. „Þrautirnar í leiknum geta verið snúnar og reynir þá vel á rökhugsunina hjá krökkunum. Við sáum það strax í notendaprófunum að það getur reynst erfitt að þurfa samhliða því að þýða enskuna yfir á íslensku. Leikurinn ætti því að vera mikil búbót hér á landi,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games, í tilkynningu. Leikurinn hentar krökkum átta ára og eldri. Hægt er að nálgast leikinn á App Store fyrir iPad og kostar hann rúmar 700 krónur.Í tilkynningunni segir að með útgáfunni skapist frábært tækifæri til að vekja upp umræðuna um mikilvægi forritunar fyrir upprennandi kynslóðir, atvinnulífið og samfélagið í heild. „Boðskapurinn er ekki sá að allir eigi að verða forritarar þegar þeir verða eldri. Þetta snýst um mikilvægi þess að við skiljum hvernig heimurinn í kringum okkur virkar í dag og hvernig hann mun virka í framtíðinni,” segir Vignir, og við bætir við að forritun sé dulin fyrir mörgum. „Forritun er í raun leið okkar til þess að eiga samskipti við tölvur. Rétt eins og við notum tungumál til að tala, eða hljóðfæri til að flytja tónlist, þá notum við forritunarmál til að forrita og tjá okkur við tölvur. Forritun er því verkfæri til þess að örva sköpunargleðina og búa til nýja hluti í hinum stafræna heimi.”Hiro er söguhetja leiksins og þarf hann að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra lendir á Box Island.Fyrirtækið Radiant Games var stofnað í maí í fyrra og sama ár hlaut fyrirtækið verkefnisstyrk Tækniþróunarsjóðs upp á 12,5 milljónir króna árlega til þriggja ára, ásamt því að lenda í 2.sæti af 376 viðskiptahugmyndum í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. Samkvæmt tilkynningunni er markmið Radiant Games er að búa til skemmtilega leiki fyrir krakka sem kveikja áhuga þeirra á forritun. Stofnendur Radiant Games segjast sjálfir vera dæmi um einstaklinga sem fengu kynningu á forritun alltof seint á lífsleiðinni. Þeir tóku eftir því að ekki hafði mikið breyst frá því að þeir ólust upp og ákváðu því að gera eitthvað í málinu. Stofnendur fyrirtæksins eru Guðmundur Valur Viðarsson, Haukur Steinn Logason, Vignir Örn Guðmundsson og Þorgeir Auðunn Karlsson. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu fyrirtækisins.
Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið