Ávanabindandi uppbygging Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Vísir/Bethesda Fallout Shelter er snjalltækjaleikur sem gengur út að byggja neðanjarðarbyrgi þar sem eftirlifendur kjarnorkustyrjaldar geta haldið til. Jörðin er orðin að geislavirkri auðn og þar halda til hættuleg stökkbreytt dýr sem og hættulegt fólk. Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Leikurinn kom fyrst út fyrir iOs stýrikerfi Apple í júní og Android nú í ágúst.Fallout Shelter hefur ekki mikla dýpt. Hann gengur út á að safna nýju fólki og auka framleiðslugetu byrgisins og að verja það gegn árásum. Fleira fólk, meiri framleiðsla og betri varnir. Aftur og aftur. Hann býður þó upp á að senda íbúa byrgisins út í auðnina til þess að safna peningum (flösku töppum), vopnum og klæðnaði. Þær sendiferðir bjóða oft á tíðum upp á töluverðan húmor, sem þeir sem þekkja Fallout-heiminn ættu að kannast við. Það sem undirritaður saknar þó mest í leiknum er að geta ekki sett upp hinar ýmsu tilraunir á íbúum byrgisins, eins og frægt er í Fallout heiminum. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf
Fallout Shelter er snjalltækjaleikur sem gengur út að byggja neðanjarðarbyrgi þar sem eftirlifendur kjarnorkustyrjaldar geta haldið til. Jörðin er orðin að geislavirkri auðn og þar halda til hættuleg stökkbreytt dýr sem og hættulegt fólk. Leikurinn er skemmtilegur og ávanabindandi og er grafík leiksins góð miðað við að um snjalltækjaleik er að ræða. Leikurinn kom fyrst út fyrir iOs stýrikerfi Apple í júní og Android nú í ágúst.Fallout Shelter hefur ekki mikla dýpt. Hann gengur út á að safna nýju fólki og auka framleiðslugetu byrgisins og að verja það gegn árásum. Fleira fólk, meiri framleiðsla og betri varnir. Aftur og aftur. Hann býður þó upp á að senda íbúa byrgisins út í auðnina til þess að safna peningum (flösku töppum), vopnum og klæðnaði. Þær sendiferðir bjóða oft á tíðum upp á töluverðan húmor, sem þeir sem þekkja Fallout-heiminn ættu að kannast við. Það sem undirritaður saknar þó mest í leiknum er að geta ekki sett upp hinar ýmsu tilraunir á íbúum byrgisins, eins og frægt er í Fallout heiminum.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf