Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 13:15 Flugvél Flugfélags Íslands á flugvellinum í Kulusuk í ágúst. Vísir/JHH Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar. Fréttir af flugi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Skilja þurfti eftir um 500 kg af farangri þegar flugvél Flugfélags Íslands hélt frá Nuuk á Grænlandi áleiðis til Íslands. Farþegar í vélinni voru afar ósáttir við ákvörðunina en fulltrúar flugfélagsins segja aðra möguleika ekki hafa verið í boði. Niðurstaðan sé alls ekki góð fyrir flugfélagið sem þurfi að taka á sig mikinn kostnað vegna vandamálsins. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir í þjónustueftirliti Flugfélags Íslands útskýrir atburðarásina í samtali við Vísi. Flugvélin hafi farið seinna í loftið en stóð til á Íslandi vegna þoku á Grænlandi. Þá séu aðstæður í Nuuk erfiðar því bæði sé flugbrautin stutt og vindasamt. Því séu þyngdartakmörk svo að vélin geti komist í loftið. Allajafna komi svona vandamál þó ekki upp þar sem hægt sé að millilenda vélinni í Kulusuk á leiðinni til Íslands og taka bensín. Hins vegar hafi áhöfnin verið búin að vera svo lengi á vakt að hefði vélinni verið millilent hefði ekki verið hægt að halda för áfram til Íslands fyrr en í dag. „Ef áhöfnin hefði ekki verið svona lengi á vakt þá hefðum við millilent,“ segir Hafdís. Þannig hefði vélin getað tekið á loft í Nuuk með mun minna eldsneyti og farangurinn fengið að fara með. „Gríðarlegur kostnaður“ fyrir Flugfélag ÍslandsLangstærstur hluti farangursins eða 500 kg af 625 kg í heildina varð eftir á flugvellinum í Nuuk. Búið er að taka vél á leigu í dag til þess að sækja farangurinn. Hluti farþega eru Íslendingar en þar var einnig fólk annars staðar frá sem yfirgefur Ísland í dag. Starfsmenn flugfélagsins þurfa því að koma farangrinum áfram frá Íslandi og heim til fólksins.„Það er enginn að leika sér að þessu,“ segir Hafdís sem skilur vel gremju farþega. Þetta sé hins vegar dýrt spaug fyrir Flugfélag Íslands enda bæði kostnaður í að leiga nýja vél og að koma farangrinum til síns heima, sem getur verið svo til hvar sem er. Hver kostnaðurinn nákvæmlega er veit Hafdís ekki en hún fullyrðir að um „gríðarlegan kostnað“ sé að ræða. Að senda eina tösku upp í fjallaþorp á Ítalíu geti kostað á annað hundrað þúsund krónur. Aðspurð hversu reglulega vandamál sem þessi koma upp í flugum frá Grænlandi frá Íslandi segir Hafdís að þetta sé í annað skiptið í sumar.
Fréttir af flugi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira