Ferðalöngum sem nýta Flugstöðina sem svefnstað fjölgar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. ágúst 2015 10:36 Færst hefur í aukana að farþegar sofi í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Í sumar hafa fleiri ferðamenn tekið upp á því að sofa í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir flug en slíkt er óheimilt. Einnig hafa nokkrir tekið upp á því að leggja sig við komu til landsins áður en ferðalag um landið er hafið. Þetta staðfestir Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, í skriflegu svari til Vísis. „Það hefur alltaf borið eitthvað á því að fólk hafi gist í flugstöðinni, en samkvæmt húsreglum Flugstöðvarinnar er bannað að gista. Ástæðan er sú að margir hafa hreiðrað um sig þannig að farangur, svefnpokar og jafnvel tjöld og slíkt er fyrir öðrum farþegum, enda er ekki mikið pláss í innritunarsalnum í flugstöðinni,“ segir Gunnar. Hann segir vandamálið hafa aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna og að það sé mest áberandi á sumrin.Komið hefur verið fyrir sérstökum hvíldarbekkjum fyrir farþega sem hafa þegar innritað sig í flug. Engar reglur meina farþegum að leggja sig þegar inn í flugstöðina er komið.Vísir/Aðsend„Einhverjir virðast vilja spara sér síðustu nóttina á hóteli og mæta því kvöldinu áður en þeir eiga að mæta snemma í morgunflug og ætla að sofa í flugstöðinni. Einnig virðist vera töluverð aukning í takt við aukningu á miðnæturflugi þar sem sumir ætla sér að leggja sig í flugstöðinni er þeir koma til Íslands áður en þeir byrja ferðalagið, til dæmis gangandi eða hjólandi.“ Öryggisverðir í flugstöðinni hafa beðið þá einstaklinga sem hafa lagst til hvílu í innritunarsal með sínar pjönkur og pakka að taka dótið sitt saman og færa sig. Gunnar segir flesta sýna reglum flugstöðvarinnar skilning „en í einhverjum tilfellum hefur þurft að margbiðja sömu farþegana um þetta sem hafa ekki sýnt þessu eins mikinn skilning.“ Hann tekur fram að starfsmenn Isavia leggi sig fram um að fara með málin af kurteisi. „En ég veit ekki til þess að við höfum lent í miklum vandræðum með þetta.“ Þrátt fyrir að bannað sé að sofa í innritunarsalnum í Keflavík þá hafa farþegar fullt leyfi til þess að leggja sig á meðan beðið er eftir flugi. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Í sumar hafa fleiri ferðamenn tekið upp á því að sofa í innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir flug en slíkt er óheimilt. Einnig hafa nokkrir tekið upp á því að leggja sig við komu til landsins áður en ferðalag um landið er hafið. Þetta staðfestir Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, í skriflegu svari til Vísis. „Það hefur alltaf borið eitthvað á því að fólk hafi gist í flugstöðinni, en samkvæmt húsreglum Flugstöðvarinnar er bannað að gista. Ástæðan er sú að margir hafa hreiðrað um sig þannig að farangur, svefnpokar og jafnvel tjöld og slíkt er fyrir öðrum farþegum, enda er ekki mikið pláss í innritunarsalnum í flugstöðinni,“ segir Gunnar. Hann segir vandamálið hafa aukist í samræmi við fjölgun ferðamanna og að það sé mest áberandi á sumrin.Komið hefur verið fyrir sérstökum hvíldarbekkjum fyrir farþega sem hafa þegar innritað sig í flug. Engar reglur meina farþegum að leggja sig þegar inn í flugstöðina er komið.Vísir/Aðsend„Einhverjir virðast vilja spara sér síðustu nóttina á hóteli og mæta því kvöldinu áður en þeir eiga að mæta snemma í morgunflug og ætla að sofa í flugstöðinni. Einnig virðist vera töluverð aukning í takt við aukningu á miðnæturflugi þar sem sumir ætla sér að leggja sig í flugstöðinni er þeir koma til Íslands áður en þeir byrja ferðalagið, til dæmis gangandi eða hjólandi.“ Öryggisverðir í flugstöðinni hafa beðið þá einstaklinga sem hafa lagst til hvílu í innritunarsal með sínar pjönkur og pakka að taka dótið sitt saman og færa sig. Gunnar segir flesta sýna reglum flugstöðvarinnar skilning „en í einhverjum tilfellum hefur þurft að margbiðja sömu farþegana um þetta sem hafa ekki sýnt þessu eins mikinn skilning.“ Hann tekur fram að starfsmenn Isavia leggi sig fram um að fara með málin af kurteisi. „En ég veit ekki til þess að við höfum lent í miklum vandræðum með þetta.“ Þrátt fyrir að bannað sé að sofa í innritunarsalnum í Keflavík þá hafa farþegar fullt leyfi til þess að leggja sig á meðan beðið er eftir flugi.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. 10. júlí 2015 16:24
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent