Fótbolti

Balotelli genginn til liðs við AC Milan | "Ég er ekki krakki lengur“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Balotelli í leik með AC Milan á sínum tíma.
Balotelli í leik með AC Milan á sínum tíma. Vísir/Getty
Mario Balotelli sem gekk í dag til liðs við AC Milan á ný á árs lánssamning frá Liverpool gerir sér grein fyrir því að þetta er sennilega síðasta tækifæri hans hjá liði af þessari stærðargráðu.

Balotelli sem þekktari fyrir hegðun sína utan vallar en innan hans fær annað tækifæri hjá AC Milan en hann gekk til liðs við Liverpool frá ítalska stórveldinu fyrir einu ári síðan.

„Ég er að byrja aftur frá grunni og ég veit að ég má ekki gera nein mistök. Ég þarf að sanna mig upp á nýtt og get ekki gert neinar kröfur. Ég mun samþykkja allt sem þjálfaralið AC Milan segir mér,“ sagði Balotelli sem viðurkenndi að kannski væri kominn tími til að þroskast.

„Ég er 25 árs, ég er ekki krakki lengur. Ég hef kastað frá mér of mörgum tækifærum. Þetta er draumi líkast, ég átti ekki von á því að fá annað tækifæri hjá AC Milan en ég er þakklátu félaginu fyrir að gefa mér annað tækifæri.“

Balotelli gæti leikið fyrsta leik sinn fyrir AC Milan á laugardaginn þegar félagið tekur á móti Empoli á San Siro. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst klukkan 18:45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×