Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 11:00 Dagný hefur skorað átta mörk í 17 leikjum í sumar. vísir/valli Dagný Brynjarsdóttir missti af bikarúrslitaleiknum í fyrra þegar Selfoss tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni þar sem hún var farin út til náms í Bandaríkjunum. Þessi sömu lið mætast aftur í ár og að þessu sinni verður Dagný með. „Tilfinningin er mjög góð, við erum allar klárar og bæjarfélagið er tilbúið að styðja við okkur. Við erum öll mjög spennt,“ sagði Dagný í samtali við blaðamann Vísis á fundi vegna bikarúrslitaleiksins í höfuðstöðvum KSÍ í fyrradag. Selfoss og Stjarnan eru búin að mætast tvisvar í sumar og skiptu þau sigrunum á milli sín. Selfyssingar unnu fyrri leikinn á Samsung-vellinum 1-2 og segir Dagný að sá sigur gefi liðinu sjálfstraust fyrir leikinn í dag. „Þessi leikur gefur okkur sjálfstraust og trú. Við unnum fyrri leikinn en þær þann seinni. Við skoruðum í báðum leikjunum. Við vitum að við getum þetta og ég held að þetta verði hörkuleikur. Svo kemur í ljós á laugardaginn hvort liðið vill þetta meira,“ sagði landsliðskonan sem á von á jafnari leik í ár en í fyrra. „Já, ég held það því í fyrra vorum við þrjár farnar út til Bandaríkjanna í háskólaboltann en í ár erum við með okkar sterkasta lið fyrir utan að við erum búnar að missa einn útlending (Summer Williams) út. En annars erum við að spila á sama liði og í allt sumar.“ Selfoss er sem segir áður sagði í bikarúrslitum annað árið í röð. Dagný segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari en í fyrra þegar allir leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik. „Í fyrra var Gumma (Guðmunda Brynja Óladóttir) held ég eini leikmaðurinn sem hafði spilað á Laugardalsvelli og engin þeirra hafði upplifað bikarúrslitaleik áður. Við förum reynslunni ríkari inn í þennan leik í ár. Það á klárlega eftir að hjálpa,“ sagði Dagný sem er fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum.Dagný er að fara að spila sinn þriðja bikarúrslitaleik.vísir/anton Dagný sat allan tímann á varamannabekknum þegar Valur tapaði 4-0 fyrir KR árið 2008 en kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri Vals á Breiðabliki ári seinna. Selfoss-liðinu hefur gengið vel að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. En hvað hefur liðið verið að gera vel í þessum leikjum að mati Dagnýjar? „Við höfum verið að spila betri varnarleik undanfarið. Við erum með gott sóknarlið og sköpum okkur alltaf færi. Við fengum held ég 30 marktækifæri í síðasta leik gegn Aftureldingu en skoruðum samt bara þrjú mörk. Við þurfum að nýra færin aðeins betur,“ sagði Dagný en hvað þarf Selfoss helst að varast í leik Stjörnunnar? „Þær eru með sterkt varnarlið og gott sóknarlið. Við þurfum að loka á þeirra helstu lykilmenn og finna þeirra veikleika og spila svolítið upp á þá.“ Dagný segir að það yrði frábært að ná að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu Selfoss á morgun. „Selfoss hefur aldrei unnið þetta áður. Áður en ég kom á Selfoss sagði ég við Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) að ég hefði lent á Selfossi út af örlögunum, Bandaríkin klikkuðu og svona,“ sagði Dagný en til stóð að hún myndi fara til Bandaríkjanna eftir að hafa unnið þýska meistaratitilinn með Bayern München í vor. Það datt hins vegar upp fyrir og hún endaði hjá Selfossi. „Kannski voru þetta örlögin, að við myndum vinna fyrsta bikarinn og ég yrði partur af því. Við erum allar klárar,“ sagði Dagný að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir missti af bikarúrslitaleiknum í fyrra þegar Selfoss tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni þar sem hún var farin út til náms í Bandaríkjunum. Þessi sömu lið mætast aftur í ár og að þessu sinni verður Dagný með. „Tilfinningin er mjög góð, við erum allar klárar og bæjarfélagið er tilbúið að styðja við okkur. Við erum öll mjög spennt,“ sagði Dagný í samtali við blaðamann Vísis á fundi vegna bikarúrslitaleiksins í höfuðstöðvum KSÍ í fyrradag. Selfoss og Stjarnan eru búin að mætast tvisvar í sumar og skiptu þau sigrunum á milli sín. Selfyssingar unnu fyrri leikinn á Samsung-vellinum 1-2 og segir Dagný að sá sigur gefi liðinu sjálfstraust fyrir leikinn í dag. „Þessi leikur gefur okkur sjálfstraust og trú. Við unnum fyrri leikinn en þær þann seinni. Við skoruðum í báðum leikjunum. Við vitum að við getum þetta og ég held að þetta verði hörkuleikur. Svo kemur í ljós á laugardaginn hvort liðið vill þetta meira,“ sagði landsliðskonan sem á von á jafnari leik í ár en í fyrra. „Já, ég held það því í fyrra vorum við þrjár farnar út til Bandaríkjanna í háskólaboltann en í ár erum við með okkar sterkasta lið fyrir utan að við erum búnar að missa einn útlending (Summer Williams) út. En annars erum við að spila á sama liði og í allt sumar.“ Selfoss er sem segir áður sagði í bikarúrslitum annað árið í röð. Dagný segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari en í fyrra þegar allir leikmenn liðsins voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik. „Í fyrra var Gumma (Guðmunda Brynja Óladóttir) held ég eini leikmaðurinn sem hafði spilað á Laugardalsvelli og engin þeirra hafði upplifað bikarúrslitaleik áður. Við förum reynslunni ríkari inn í þennan leik í ár. Það á klárlega eftir að hjálpa,“ sagði Dagný sem er fara í sinn þriðja bikarúrslitaleik á ferlinum.Dagný er að fara að spila sinn þriðja bikarúrslitaleik.vísir/anton Dagný sat allan tímann á varamannabekknum þegar Valur tapaði 4-0 fyrir KR árið 2008 en kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri Vals á Breiðabliki ári seinna. Selfoss-liðinu hefur gengið vel að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. En hvað hefur liðið verið að gera vel í þessum leikjum að mati Dagnýjar? „Við höfum verið að spila betri varnarleik undanfarið. Við erum með gott sóknarlið og sköpum okkur alltaf færi. Við fengum held ég 30 marktækifæri í síðasta leik gegn Aftureldingu en skoruðum samt bara þrjú mörk. Við þurfum að nýra færin aðeins betur,“ sagði Dagný en hvað þarf Selfoss helst að varast í leik Stjörnunnar? „Þær eru með sterkt varnarlið og gott sóknarlið. Við þurfum að loka á þeirra helstu lykilmenn og finna þeirra veikleika og spila svolítið upp á þá.“ Dagný segir að það yrði frábært að ná að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu Selfoss á morgun. „Selfoss hefur aldrei unnið þetta áður. Áður en ég kom á Selfoss sagði ég við Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) að ég hefði lent á Selfossi út af örlögunum, Bandaríkin klikkuðu og svona,“ sagði Dagný en til stóð að hún myndi fara til Bandaríkjanna eftir að hafa unnið þýska meistaratitilinn með Bayern München í vor. Það datt hins vegar upp fyrir og hún endaði hjá Selfossi. „Kannski voru þetta örlögin, að við myndum vinna fyrsta bikarinn og ég yrði partur af því. Við erum allar klárar,“ sagði Dagný að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira