Byggingarkranar syngja og dansa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 10:00 "Kranar eru framlenging á manneskjunni,“ segir Ragnheiður Harpa um verkið Söng krananna sem sýnt verður úti við Gróttu. Vísir/Stefán „Ég er alltaf að vinna með umhverfi mitt og byggingarkranar eru áberandi þar,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sviðslistakona, spurð hvernig hugmyndin að dansverkinu Söng krananna hafi kviknað. Verkið verður sýnt tvívegis úti við Gróttu í dag, klukkan 17 og 21, og tekur 12 mínútur í flutningi. Ragnheiður Harpa hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar, ásamt Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfundi, Jóni Erni Bergssyni kranamanni og Elvari Sævarssyni og Guðmundi Vigni Karlssyni hljóðmönnum. Kranarnir tveir sem eru í aðalhlutverkum verða á landfyllingunni við Gróttu, með haf og fjöll sem baktjald. „Þeir skipta um takt og tempó, ýmist saman eða hvor í sínu lagi,“ segir höfundurinn og undirstrikar að ákveðin meining sé á bak við hreyfingar þessara stórvirku tækja í náttúrunni. „Kranar eru framlenging á manneskjunni og geta verið náttúrunni bæði til góðs og ills eftir hlutverki þeirra hverju sinni. Þeir eru líka mælikvarði á fjármagn til framkvæmda í þjóðfélaginu. Ég vona að verkið veki spurningar um hvert við viljum stefna því ábyrgð okkar er mikil gagnvart umhverfinu.“ Ragnheiður Harpa segir söng og dans samofna í gjörninginn. „Þetta verður kranahugleiðsla sem opnar andann fyrir því hvernig við upplifum dansinn sem áframhald. Ég held að krakkar elski þetta verk. Börn eru svo hrifin af stórum hlutum.“ Verkið er hluti af bæjarhátíð Seltjarnarness auk þess að tilheyra Lókal og Reykjavík Dansfestivali. Lausnir lánuðu kranana. Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er alltaf að vinna með umhverfi mitt og byggingarkranar eru áberandi þar,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sviðslistakona, spurð hvernig hugmyndin að dansverkinu Söng krananna hafi kviknað. Verkið verður sýnt tvívegis úti við Gróttu í dag, klukkan 17 og 21, og tekur 12 mínútur í flutningi. Ragnheiður Harpa hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar, ásamt Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfundi, Jóni Erni Bergssyni kranamanni og Elvari Sævarssyni og Guðmundi Vigni Karlssyni hljóðmönnum. Kranarnir tveir sem eru í aðalhlutverkum verða á landfyllingunni við Gróttu, með haf og fjöll sem baktjald. „Þeir skipta um takt og tempó, ýmist saman eða hvor í sínu lagi,“ segir höfundurinn og undirstrikar að ákveðin meining sé á bak við hreyfingar þessara stórvirku tækja í náttúrunni. „Kranar eru framlenging á manneskjunni og geta verið náttúrunni bæði til góðs og ills eftir hlutverki þeirra hverju sinni. Þeir eru líka mælikvarði á fjármagn til framkvæmda í þjóðfélaginu. Ég vona að verkið veki spurningar um hvert við viljum stefna því ábyrgð okkar er mikil gagnvart umhverfinu.“ Ragnheiður Harpa segir söng og dans samofna í gjörninginn. „Þetta verður kranahugleiðsla sem opnar andann fyrir því hvernig við upplifum dansinn sem áframhald. Ég held að krakkar elski þetta verk. Börn eru svo hrifin af stórum hlutum.“ Verkið er hluti af bæjarhátíð Seltjarnarness auk þess að tilheyra Lókal og Reykjavík Dansfestivali. Lausnir lánuðu kranana.
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira