Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air á flugvellinum í gær. vísir „Við munum passa upp á að flugáhafnir okkar segi ekki frá möguleikum heldur eingöngu því sem er fast í hendi,“ segir Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air. Tafirnar sem orðið hafi á flugi frá Tenerife hafi komið til vegna reglna um flugöryggi og klúðri hjá flugþjónustuaðila Primera Air á Shannon-flugvelli. Ásgeir segir að reglur um varaflugvelli hafi orðið til þess að vélinni hafi í upphafi seinkað frá Tenerife. Finna þurfti nýja varaflugvelli sem olli töf á því að vélin færi af stað. „Þegar fara á heim til Íslands er veður á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilstöðum mjög slæmt. Þá þarf að finna neyðarflugvelli, Það verður að hafa tvo varaflugvelli til taks samkvæmt flugöryggisreglum. Því þarf að breyta flugáætluninni og þess vegna varð töf á því að vélin færi frá Tenerife. Þessi töf verður til þess að það fer að bíta á þennan hámarkstíma sem flugáhöfnin má vera á vakt.“Flugþjónustuaðilinn klikkaðiVélin hefur sig á loft en ákveðið er að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að fylla vélina af bensíni. Segir Ásgeir að þar hafi flugþjónustuaðili flugfélagsins klikkað og það hafi ollið því að áhöfnin hafi runnið út á tíma. „Það er fyllt á vélina og allt virðist vera að ganga að óskum en þá hverfa þeir skyndilega, af ástæðum sem við höfum enn ekki fengið skýringar á, sem þjónusta flugvélina til annarra starfa. Við það erum við strand og þurfum að bíða í rúman klukkutíma eftir að þeir komi aftur. “ Þessi tveggja tíma töf á Shannon-flugvelli varð svo til þess að að flugáhöfnin mátti ekki halda áfram vegna reglna um hámarksvaktatíma. Ásgeir segir að sú óvissa sem skapaðist á Shannon-flugvelli og hefur valdið pirringi hjá farþegum vélarinnar megi að hluta til rekja til þess að flugstjóri vélarinnar hafi rætt þá möguleika sem væru í stöðunni við farþega vélarinnar. „Við skoðuðum hvort að hægt væri að fljúga til Billund en það kom svo í ljós að það var ekki hægt. Í millitíðinni segir flugstjóri vélarinnar farþegum frá þeim möguleikum sem verið er að skoða og það hefur kannski valdið ruglingi. “Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air.Misskilningur olli því að farið var með farþega of snemma upp á völl Um leið og ljóst er að áhöfn og farþegar þurfi að gista í Limerick er ljóst að flugáhöfnin má ekki fara aftur af stað fyrr en klukkan 15.45 næsta dag. Ragna Lóa Stefánsdóttir, farþegi vélarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að óánægja væri ríkjandi með það að farþegarnir hafi verið drifnir út á flugvöll snemma um morguninn þegar ljóst var að ekki væri hægt að leggja af stað til Íslands fyrr en síðdegis. Ásgeir segir að misskilningur á milli flugþjónustuaðila Primera Air og flugvallarins í Shannon hafi orðið til þess að farþegum var keyrt upp á flugvöll snemma um morguninn. „Við erum að skoða það mál af hverju það gerist. Við höfum óskað eftir skýringu á þessu og erum að bíða eftir að fá þær. “Harma málið mjög Ásgeir segir að verkferlum þegar svona mál komi upp hafi verið fylgt en ef til vill hafi áhöfn vélarinnar gefið of miklar upplýsingar til farþega vélarinnar sem hafi orsakað misskilning. „ Það sem gerist er að áhöfnin virðist gefa of miklar upplýsingar. Við munum væntanlega fara yfir þetta mál og ef til vill brýna fyrir áhöfnum okkar að greina einungis frá því sem fast er í hendi, frekar en möguleikum svo að ekki skapist ruglingur.“ Ásgeir harmar að þetta atvik skuli hafa komið upp en ítrekar að það hafi komið til vegna flugöryggis. Hvetur hann farþega flugvélarinnar til þess að setja sig í samband við Primera Air í framhaldinu. „Við hörmum þetta náttúrulega gríðarlega. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt en númer 1, 2 og 3 er þetta flugöryggismál. Farþegar geta haft samband við okkur og við munum vera í sambandi við þá. Þetta getur verið flókið mál og það þarf að skoða þetta mjög vel.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
„Við munum passa upp á að flugáhafnir okkar segi ekki frá möguleikum heldur eingöngu því sem er fast í hendi,“ segir Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air. Tafirnar sem orðið hafi á flugi frá Tenerife hafi komið til vegna reglna um flugöryggi og klúðri hjá flugþjónustuaðila Primera Air á Shannon-flugvelli. Ásgeir segir að reglur um varaflugvelli hafi orðið til þess að vélinni hafi í upphafi seinkað frá Tenerife. Finna þurfti nýja varaflugvelli sem olli töf á því að vélin færi af stað. „Þegar fara á heim til Íslands er veður á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilstöðum mjög slæmt. Þá þarf að finna neyðarflugvelli, Það verður að hafa tvo varaflugvelli til taks samkvæmt flugöryggisreglum. Því þarf að breyta flugáætluninni og þess vegna varð töf á því að vélin færi frá Tenerife. Þessi töf verður til þess að það fer að bíta á þennan hámarkstíma sem flugáhöfnin má vera á vakt.“Flugþjónustuaðilinn klikkaðiVélin hefur sig á loft en ákveðið er að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að fylla vélina af bensíni. Segir Ásgeir að þar hafi flugþjónustuaðili flugfélagsins klikkað og það hafi ollið því að áhöfnin hafi runnið út á tíma. „Það er fyllt á vélina og allt virðist vera að ganga að óskum en þá hverfa þeir skyndilega, af ástæðum sem við höfum enn ekki fengið skýringar á, sem þjónusta flugvélina til annarra starfa. Við það erum við strand og þurfum að bíða í rúman klukkutíma eftir að þeir komi aftur. “ Þessi tveggja tíma töf á Shannon-flugvelli varð svo til þess að að flugáhöfnin mátti ekki halda áfram vegna reglna um hámarksvaktatíma. Ásgeir segir að sú óvissa sem skapaðist á Shannon-flugvelli og hefur valdið pirringi hjá farþegum vélarinnar megi að hluta til rekja til þess að flugstjóri vélarinnar hafi rætt þá möguleika sem væru í stöðunni við farþega vélarinnar. „Við skoðuðum hvort að hægt væri að fljúga til Billund en það kom svo í ljós að það var ekki hægt. Í millitíðinni segir flugstjóri vélarinnar farþegum frá þeim möguleikum sem verið er að skoða og það hefur kannski valdið ruglingi. “Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air.Misskilningur olli því að farið var með farþega of snemma upp á völl Um leið og ljóst er að áhöfn og farþegar þurfi að gista í Limerick er ljóst að flugáhöfnin má ekki fara aftur af stað fyrr en klukkan 15.45 næsta dag. Ragna Lóa Stefánsdóttir, farþegi vélarinnar, sagði í samtali við Vísi í gær að óánægja væri ríkjandi með það að farþegarnir hafi verið drifnir út á flugvöll snemma um morguninn þegar ljóst var að ekki væri hægt að leggja af stað til Íslands fyrr en síðdegis. Ásgeir segir að misskilningur á milli flugþjónustuaðila Primera Air og flugvallarins í Shannon hafi orðið til þess að farþegum var keyrt upp á flugvöll snemma um morguninn. „Við erum að skoða það mál af hverju það gerist. Við höfum óskað eftir skýringu á þessu og erum að bíða eftir að fá þær. “Harma málið mjög Ásgeir segir að verkferlum þegar svona mál komi upp hafi verið fylgt en ef til vill hafi áhöfn vélarinnar gefið of miklar upplýsingar til farþega vélarinnar sem hafi orsakað misskilning. „ Það sem gerist er að áhöfnin virðist gefa of miklar upplýsingar. Við munum væntanlega fara yfir þetta mál og ef til vill brýna fyrir áhöfnum okkar að greina einungis frá því sem fast er í hendi, frekar en möguleikum svo að ekki skapist ruglingur.“ Ásgeir harmar að þetta atvik skuli hafa komið upp en ítrekar að það hafi komið til vegna flugöryggis. Hvetur hann farþega flugvélarinnar til þess að setja sig í samband við Primera Air í framhaldinu. „Við hörmum þetta náttúrulega gríðarlega. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt en númer 1, 2 og 3 er þetta flugöryggismál. Farþegar geta haft samband við okkur og við munum vera í sambandi við þá. Þetta getur verið flókið mál og það þarf að skoða þetta mjög vel.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46