Ögmundur Kristinsson hélt hreinu í þriðja sinn í síðustu fimm leikjum þegar Hammarby gerði markalaust jafntefli við Kalmar á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Ögmundur, sem kom til Hammarby frá Randers í Danmörku í sumar, hefur staðið sig vel í Svíþjóð og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína í þarlendum fjölmiðlum.
Þetta var þriðja jafntefli Hammarby í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 10. sæti deildarinnar.
Birkir Már Sævarsson lék ekki með Hammarby í kvöld en liðið tekur á móti Örebro í næsta leik sínum í sænsku deildinni.
Ögmundur hélt hreinu í jafntefli Hammarby
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn




Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
