Gunnar: Spennustigið er lægra en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 12:00 Gunnar Rafn er að stýra liði í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu fimm árum. vísir/anton Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í bikarúrslitum en Stjarnan vann leik liðanna í fyrra með fjórum mörkum gegn engu. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, er ekki viss hvort hann eigi von á jafnari leik í ár. „Ég veit það ekki. Leikurinn í fyrra var mjög jafn þangað til undir lokin og leikirnir okkar gegn Stjörnunni hafa verið gríðarlega jafnir. Í ár erum við búnar að vinna þær tvisvar og þær okkur tvisvar. Ég býst við jöfnum leik á laugardaginn,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann segir að Selfyssingar mæti tilbúnari til leiks í ár en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari og spennustigið er lægra hjá hópnum. Liðið er sterkara frá því í fyrra. Á móti kemur að deildin og öll liðin í henni og þessari keppni eru sterkari. Og vonandi sjáum við betri fótbolta á laugardaginn. Ég býst við hröðum leik,“ sagði Gunnar. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í Pepsi-deildinni en hvað var það sem gekk vel hjá Selfossi í sigurleiknum í deildinni? „Það sem hefur verið að virka fyrir Selfossliðið er gríðarleg vinnusemi og mikil barátta, einfalt upplegg og einhugur í hópnum. Þetta þarf að vera í lagi ef við ætlum að vinna leikinn. „Við þurfum að vilja vinna og klára okkur inni á vellinum,“ sagði Gunnar sem stýrði Val til sigurs í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Hann hefur verið fastagestur í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem hann stýrir liði í þessum stærsta leik hvers sumars. Stjarnan teflir fram gríðarlega sterku liði sem styrktist enn frekar í félagaskiptaglugganum þegar Garðabæjarliðið fékk til sín fjóra erlenda leikmenn. Tvær þeirra eru brasilískar landsliðskonur sem hafa komið sterkar inn í lið Stjörnunnar. „Nei, ekki þeim sérstaklega,“ svaraði Gunnar aðspurður hvort hann væri með einhver sérstök ráð til að stoppa Brassana tvo í liði Stjörnunnar. „Við reynum að leggja leikinn vel upp og undirbúa okkur vel. Hver einasti leikmaður í Stjörnuliðinu, hvort sem hann spilar eða ekki, er gríðarlega sterkur. En það er líka þannig hjá okkur,“ sagði Gunnar sem segir að Selfossliðið sé ákveðið að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og jafnframt fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við viljum og ætlum að vinna. En við finnum ekki fyrir neinni pressu frá bæjarfélaginu eða félaginu. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór áfangi fyrir lið sem hefur bara verið fjögur ár í efstu deild að komast annað árið í röð í bikarúrslit.“Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í bikarúrslitum en Stjarnan vann leik liðanna í fyrra með fjórum mörkum gegn engu. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, er ekki viss hvort hann eigi von á jafnari leik í ár. „Ég veit það ekki. Leikurinn í fyrra var mjög jafn þangað til undir lokin og leikirnir okkar gegn Stjörnunni hafa verið gríðarlega jafnir. Í ár erum við búnar að vinna þær tvisvar og þær okkur tvisvar. Ég býst við jöfnum leik á laugardaginn,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann segir að Selfyssingar mæti tilbúnari til leiks í ár en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari og spennustigið er lægra hjá hópnum. Liðið er sterkara frá því í fyrra. Á móti kemur að deildin og öll liðin í henni og þessari keppni eru sterkari. Og vonandi sjáum við betri fótbolta á laugardaginn. Ég býst við hröðum leik,“ sagði Gunnar. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í Pepsi-deildinni en hvað var það sem gekk vel hjá Selfossi í sigurleiknum í deildinni? „Það sem hefur verið að virka fyrir Selfossliðið er gríðarleg vinnusemi og mikil barátta, einfalt upplegg og einhugur í hópnum. Þetta þarf að vera í lagi ef við ætlum að vinna leikinn. „Við þurfum að vilja vinna og klára okkur inni á vellinum,“ sagði Gunnar sem stýrði Val til sigurs í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Hann hefur verið fastagestur í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem hann stýrir liði í þessum stærsta leik hvers sumars. Stjarnan teflir fram gríðarlega sterku liði sem styrktist enn frekar í félagaskiptaglugganum þegar Garðabæjarliðið fékk til sín fjóra erlenda leikmenn. Tvær þeirra eru brasilískar landsliðskonur sem hafa komið sterkar inn í lið Stjörnunnar. „Nei, ekki þeim sérstaklega,“ svaraði Gunnar aðspurður hvort hann væri með einhver sérstök ráð til að stoppa Brassana tvo í liði Stjörnunnar. „Við reynum að leggja leikinn vel upp og undirbúa okkur vel. Hver einasti leikmaður í Stjörnuliðinu, hvort sem hann spilar eða ekki, er gríðarlega sterkur. En það er líka þannig hjá okkur,“ sagði Gunnar sem segir að Selfossliðið sé ákveðið að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og jafnframt fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við viljum og ætlum að vinna. En við finnum ekki fyrir neinni pressu frá bæjarfélaginu eða félaginu. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór áfangi fyrir lið sem hefur bara verið fjögur ár í efstu deild að komast annað árið í röð í bikarúrslit.“Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn