Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 21:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi. Flóttamenn Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi.
Flóttamenn Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira