ÍBV komst upp í þriðja sætið í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Þá vann liðið stórsigur, 5-1, á Aftureldingu í Eyjum. Staðan var 4-0 í hálfleik og sigurinn aldrei í hættu.
Samkvæmt úrslit.net þá skoraði Cloe Lacasse tvö mörk fyrir ÍBV. Díana Dögg Magnúsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir komust einnig á blað.
Ekki eru upplýsingar um markaskorara Aftureldingar og þá sem skoraði síðasta markið fyrir ÍBV.
ÍBV er með 22 stig og því heilum ellefu stigum á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti deildarinnar.
