Ætlum að sjálfsögðu að fagna á Hvíta Riddaranum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2015 22:15 Lið Hvíta Riddarans. mynd/erla Hvíti Riddarinn mætti til leiks í fyrsta skipti í kvennaboltann í sumar. Tímabilið hefur verið liðinu erfitt og skellirnir þó nokkrir í B-riðli 1. deildar. 21-0 tap liðsins gegn Grindavík um síðustu helgi vakti athygli víða. Það bjuggust því ekki margir við miklu af liðinu í kvöld er það tók á móti Fram. Liðið sýndi aftur á móti stolt og karakter í kvöld með því að ná 1-1 jafntefli. Fram jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok. „Við erum auðvitað mjög ánægðar með stigið en að sama skapi fúlar með þetta jöfnunarmark. Það kom upp úr aukaspyrnu sem Fram átti aldrei að fá," segir Erla Edvardsdóttir, fyrirliði Hvíta-Riddarans. Þetta var síðasti leikur liðsins í sumar. Það lýkur keppni með eitt jafntefli og ellefu töp. Markatalan er 3-95. „Við vildum svara þessu ljóta tapi gegn Grindavík. Sýna að þetta lið er ekki fullt af einhverjum aulum. Við vorum með annað hugarfar og líka fullmannað lið," segir Erla og bætir við að gleðin hafi verið við völd eftir leik. „Við fögnuðum þessu að sjálfsögðu vel og innilega eftir leik. Við ætlum svo að halda áfram að fagna á eftir. Við förum auðvitað á Hvíta Riddarann til þess að fagna stiginu. Við töluðum líka um eftir leikinn að það hefðu örugglega margir tapað peningum á þessum leik. Það eru örugglega menn út í heimi reiðir út í okkur núna," segir Erla og hlær. Eftir tapið gegn Grindavík hefur komið upp umræða að það þurfi að vera fleiri deildir í kvennaboltanum. Þar er aðeins Pepsi-deild kvenna og svo 1. deildin. Erla er sammála því að það verði að fjölga deildum. „Það kemur vonandi ný deild á næsta ári. Það vantar deild fyrir lið eins og okkur sem erum að byrja. Við höfum ekkert að gera í lið sem eru að berjast um sæti í Pepsi-deildinni," segir Erla. „Það er ekki uppbyggjandi að tapa svona stórt. Það er niðurbrot og ekki hvetjandi fyrir lið að halda áfram er þau lenda ítrekað í þannig leikjum. En við ætlum að halda áfram. Það er ekki spurning." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Hvíti Riddarinn mætti til leiks í fyrsta skipti í kvennaboltann í sumar. Tímabilið hefur verið liðinu erfitt og skellirnir þó nokkrir í B-riðli 1. deildar. 21-0 tap liðsins gegn Grindavík um síðustu helgi vakti athygli víða. Það bjuggust því ekki margir við miklu af liðinu í kvöld er það tók á móti Fram. Liðið sýndi aftur á móti stolt og karakter í kvöld með því að ná 1-1 jafntefli. Fram jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok. „Við erum auðvitað mjög ánægðar með stigið en að sama skapi fúlar með þetta jöfnunarmark. Það kom upp úr aukaspyrnu sem Fram átti aldrei að fá," segir Erla Edvardsdóttir, fyrirliði Hvíta-Riddarans. Þetta var síðasti leikur liðsins í sumar. Það lýkur keppni með eitt jafntefli og ellefu töp. Markatalan er 3-95. „Við vildum svara þessu ljóta tapi gegn Grindavík. Sýna að þetta lið er ekki fullt af einhverjum aulum. Við vorum með annað hugarfar og líka fullmannað lið," segir Erla og bætir við að gleðin hafi verið við völd eftir leik. „Við fögnuðum þessu að sjálfsögðu vel og innilega eftir leik. Við ætlum svo að halda áfram að fagna á eftir. Við förum auðvitað á Hvíta Riddarann til þess að fagna stiginu. Við töluðum líka um eftir leikinn að það hefðu örugglega margir tapað peningum á þessum leik. Það eru örugglega menn út í heimi reiðir út í okkur núna," segir Erla og hlær. Eftir tapið gegn Grindavík hefur komið upp umræða að það þurfi að vera fleiri deildir í kvennaboltanum. Þar er aðeins Pepsi-deild kvenna og svo 1. deildin. Erla er sammála því að það verði að fjölga deildum. „Það kemur vonandi ný deild á næsta ári. Það vantar deild fyrir lið eins og okkur sem erum að byrja. Við höfum ekkert að gera í lið sem eru að berjast um sæti í Pepsi-deildinni," segir Erla. „Það er ekki uppbyggjandi að tapa svona stórt. Það er niðurbrot og ekki hvetjandi fyrir lið að halda áfram er þau lenda ítrekað í þannig leikjum. En við ætlum að halda áfram. Það er ekki spurning."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn