Jazz systur með tónleika Stefán Árni Pálsson skrifar 13. ágúst 2015 11:00 Silva og Anna Sóley halda tónleika á Rósenberg annað kvöld. Í tilefni jazzhátíðar viku í Reykjavík munu jazz systurnar Silva og Anna Sóley halda tónleika á Rósenberg föstudaginn 14. ágúst. Þar verða teknar fyrir vel valdar jazz ballöður, fallegir med-swingarar og ef til vill örfá frumsamin fönký jazzlög. Þær koma fram með Mikael Mána á gítar, Þórði Högnasyni á kontrabassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Anna Sóley stundar nú nám við Tónlistarskóla FíH undir leiðsögn Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur og lauk framhaldsprófi nú í vor. Ragnheiður Gröndal var kennarinn árið áður en áður en hún hóf nám í FÍH sótti Anna einkatíma hjá Kristjönu Stefánsdóttur. Hún hefur bæði komið fram sem jazzsöngkona og flutt sínar eigin lagasmíðar sem eru undir áhrifum frá soul, fönk og jazzi. Af hverju jazz? „Nostalgía og frelsi, leyfið til að leika sér með laglínur og persónulegan stíl.“ Silva stundar söngnám við Tónlistarskóla FÍH og er á sínu þriðja ári. Þar hafa kennarar hennar verið Ragnheiður Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Hilmar Jensson. Silva hefur komið fram á kaffihúsum borgarinnar með hinum ýmsu tónlistarmönnum en í fyrra hélt hún Chet Baker tónleika í Hannesarholti m.a með Matthíasi Hemstock og Önnu Grétu Sigurðardóttur. Afhverju jazz? „ Af þvi að ég ólst upp við jazz tónlist. Ég býst við þvi að ég elski jazz þvi að það er svo mikil tilfinning sem fylgir þvi og frelsið er cool.“ Þórður (Hreinn) Högnason, kontrabassaleikari, hefur víða komið við. Leikið á plötum listamanna s.s. Megasar, Ómars Guðjónssonar, Péturs Östlund og Rúnars Júlíussonar svo nokkur dæmi séu nefnd. Hann hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfað með fjölda djasssveita. Þekktastur er Þórður þó líklega fyrir framlag sitt með Tríói Guðmundar Ingólfssonar og þáttöku tíósins á plötunni Gling gló sem er ein söluhæsta plata frá upphafi á Íslandi. Mikael Máni Ásmundsson, gítarleikari, útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2014. Þaðan lá leiðin til Amsterdam þar sem hann studnar nám við Conservatorium van Amsterdam. Mikael Máni hefur komið fram víða, bæði hér heima og erlendis. Nýlega spilaði Tríó Mikaels hér á landi við góðar undirtektir. Óskar Kjartanson, trommuleikari, útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2013. Hann spilar í þó nokkrum hljómsveitum, t.d. jazztríóinu Skarkala sem nýverið gaf út geisladisk. Allir hjartanlega velkomnir í góða stemmingu á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og það kostar 1500 kr inn, 1000 kr fyrir aldraða, öryrkja og námsmenn en enginn posi verður á staðnum. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í tilefni jazzhátíðar viku í Reykjavík munu jazz systurnar Silva og Anna Sóley halda tónleika á Rósenberg föstudaginn 14. ágúst. Þar verða teknar fyrir vel valdar jazz ballöður, fallegir med-swingarar og ef til vill örfá frumsamin fönký jazzlög. Þær koma fram með Mikael Mána á gítar, Þórði Högnasyni á kontrabassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Anna Sóley stundar nú nám við Tónlistarskóla FíH undir leiðsögn Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur og lauk framhaldsprófi nú í vor. Ragnheiður Gröndal var kennarinn árið áður en áður en hún hóf nám í FÍH sótti Anna einkatíma hjá Kristjönu Stefánsdóttur. Hún hefur bæði komið fram sem jazzsöngkona og flutt sínar eigin lagasmíðar sem eru undir áhrifum frá soul, fönk og jazzi. Af hverju jazz? „Nostalgía og frelsi, leyfið til að leika sér með laglínur og persónulegan stíl.“ Silva stundar söngnám við Tónlistarskóla FÍH og er á sínu þriðja ári. Þar hafa kennarar hennar verið Ragnheiður Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Hilmar Jensson. Silva hefur komið fram á kaffihúsum borgarinnar með hinum ýmsu tónlistarmönnum en í fyrra hélt hún Chet Baker tónleika í Hannesarholti m.a með Matthíasi Hemstock og Önnu Grétu Sigurðardóttur. Afhverju jazz? „ Af þvi að ég ólst upp við jazz tónlist. Ég býst við þvi að ég elski jazz þvi að það er svo mikil tilfinning sem fylgir þvi og frelsið er cool.“ Þórður (Hreinn) Högnason, kontrabassaleikari, hefur víða komið við. Leikið á plötum listamanna s.s. Megasar, Ómars Guðjónssonar, Péturs Östlund og Rúnars Júlíussonar svo nokkur dæmi séu nefnd. Hann hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og starfað með fjölda djasssveita. Þekktastur er Þórður þó líklega fyrir framlag sitt með Tríói Guðmundar Ingólfssonar og þáttöku tíósins á plötunni Gling gló sem er ein söluhæsta plata frá upphafi á Íslandi. Mikael Máni Ásmundsson, gítarleikari, útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2014. Þaðan lá leiðin til Amsterdam þar sem hann studnar nám við Conservatorium van Amsterdam. Mikael Máni hefur komið fram víða, bæði hér heima og erlendis. Nýlega spilaði Tríó Mikaels hér á landi við góðar undirtektir. Óskar Kjartanson, trommuleikari, útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2013. Hann spilar í þó nokkrum hljómsveitum, t.d. jazztríóinu Skarkala sem nýverið gaf út geisladisk. Allir hjartanlega velkomnir í góða stemmingu á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og það kostar 1500 kr inn, 1000 kr fyrir aldraða, öryrkja og námsmenn en enginn posi verður á staðnum.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira