Innlent

Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Súðavíkurhlíð er lengst til hægri á kortinu, frá Súðavík og áleiðis til Ísafjarðar.
Súðavíkurhlíð er lengst til hægri á kortinu, frá Súðavík og áleiðis til Ísafjarðar. Kort/Loftmyndir.is
Tveir menn sluppu með skrekkinn þegar nauðlenda þurfti lítilli flugvél í Súðavíkurhlíð um tólfleytið í dag. Flugvélin fór á loft á flugvellinum á Ísafirði skömmu fyrr en lenti í vandræðum sem leiddu til þess að nauðlenda þurfti vélinni.

Frá vettvangi í dag.Mynd/Tinna Rún Snorradóttir
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning þangað rétt fyrir tólf.

Hafði varðstjóri orð á því að mikil heppni væri að ekki hefði verr farið. Hvorugur mannanna slasaðist.

Til að ferðast á milli Súðavíkur og Ísafjarðar þarf að keyra veginn um Súðavíkurhlíð.

Vélin komin út af veginum.Mynd/Þórður Kr. Sigurðsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×