Stórsigur KA á Þrótti | Grótta og Selfoss unnu mikilvæga sigra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2015 20:15 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eitt marka KA. Vísir/Andri Marinó Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Þróttara á Akureyrarvelli, 4-1. Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið hefur unnið báða leiki sína eftir þjálfaraskiptin. KA er nú fimm stigum á eftir Þrótti í 2. sæti deildarinnar þegar fimm umferðunum er ólokið. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir Akureyringa. KA komst yfir með sjálfsmarki Karls Brynjars Björnssonar strax á 1. mínútu leiksins en Viktor Jónsson jafnaði metin korteri seinna með sínu 15. deildarmarki í sumar. Davíð Rúnar Bjarnason kom KA aftur yfir á 43. mínútu og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson heimamönnum í 3-1. Það var svo Jóhann Helgason sem gulltryggði sigur KA þegar hann skoraði fjórða markið á 73. mínútu. Á Eskjuvelli vann Grótta mjög mikilvægan sigur á Fjarðabyggð, 2-3. Seltirningar eru nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Viktor Smári Segatta skoraði tvívegis fyrir Gróttu og Atli Freyr Ottesen Pálsson eitt mark. Bjarni Mark Antonsson og Elvar Ingi Vignisson gerðu mörk Fjarðabyggðar sem hefur ekki unnið leik í seinni umferðinni og er komið niður í 6. sæti deildarinnar.Björgvin Stefánsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hauka.vísir/valliTopplið Víkings Ólafsvíkur vann öruggan 3-0 sigur á HK fyrir vestan. Þetta var sjötti sigur Ólsara í röð. Hrvoje Tokic, Ingólfur Sigurðsson og Kristófer Eggertsson gerðu mörk Víkinga sem eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Denis Sytnik var hetja Selfyssinga sem unnu 1-2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum. Þetta var langþráður sigur hjá Selfossi en síðasti sigur liðsins kom 13. júlí. Sytnik gerði bæði mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik en Orri Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar unnu 1-0 sigur á Þór á Schenkervellinum sem hefur reynst Hafnfirðingum drjúgur í sumar. Það var Björgvin Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu en hann hefur átt frábært sumar og er kominn með 14 mörk í 1. deildinni. Haukar eru í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar í því fjórða. Þá vann Grindavík 1-0 sigur á botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Filipsseyingurinn Angel Guirado Aldeguer skoraði sigurmark Grindvíkinga á 78. mínútu. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar en Djúpmenn eru langneðstir með aðeins fimm stig. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Þróttara á Akureyrarvelli, 4-1. Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið hefur unnið báða leiki sína eftir þjálfaraskiptin. KA er nú fimm stigum á eftir Þrótti í 2. sæti deildarinnar þegar fimm umferðunum er ólokið. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir Akureyringa. KA komst yfir með sjálfsmarki Karls Brynjars Björnssonar strax á 1. mínútu leiksins en Viktor Jónsson jafnaði metin korteri seinna með sínu 15. deildarmarki í sumar. Davíð Rúnar Bjarnason kom KA aftur yfir á 43. mínútu og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson heimamönnum í 3-1. Það var svo Jóhann Helgason sem gulltryggði sigur KA þegar hann skoraði fjórða markið á 73. mínútu. Á Eskjuvelli vann Grótta mjög mikilvægan sigur á Fjarðabyggð, 2-3. Seltirningar eru nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Viktor Smári Segatta skoraði tvívegis fyrir Gróttu og Atli Freyr Ottesen Pálsson eitt mark. Bjarni Mark Antonsson og Elvar Ingi Vignisson gerðu mörk Fjarðabyggðar sem hefur ekki unnið leik í seinni umferðinni og er komið niður í 6. sæti deildarinnar.Björgvin Stefánsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hauka.vísir/valliTopplið Víkings Ólafsvíkur vann öruggan 3-0 sigur á HK fyrir vestan. Þetta var sjötti sigur Ólsara í röð. Hrvoje Tokic, Ingólfur Sigurðsson og Kristófer Eggertsson gerðu mörk Víkinga sem eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Denis Sytnik var hetja Selfyssinga sem unnu 1-2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum. Þetta var langþráður sigur hjá Selfossi en síðasti sigur liðsins kom 13. júlí. Sytnik gerði bæði mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik en Orri Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar unnu 1-0 sigur á Þór á Schenkervellinum sem hefur reynst Hafnfirðingum drjúgur í sumar. Það var Björgvin Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu en hann hefur átt frábært sumar og er kominn með 14 mörk í 1. deildinni. Haukar eru í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar í því fjórða. Þá vann Grindavík 1-0 sigur á botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Filipsseyingurinn Angel Guirado Aldeguer skoraði sigurmark Grindvíkinga á 78. mínútu. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar en Djúpmenn eru langneðstir með aðeins fimm stig.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira