Pólitískt voðaskot í viðskiptaþvingun? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun