Fótbolti

Aron á leið í MLS-deildina?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron gerði níu mörk í 21 deildarleik með AZ á síðasta tímabili.
Aron gerði níu mörk í 21 deildarleik með AZ á síðasta tímabili. vísir/getty
Bandaríski landsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson gæti verið á leið í MLS-deildin vestanhafs ef marka má frétt Yahoo Sports.

Aron, sem leikur með AZ Alkmaar í Hollandi, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að spila í MLS-deildinni á hátindi ferilsins en hann gæti tekið það skref fyrr en áætlað var.

Samkvæmt heimildarmanni Yahoo Sports er Aron spenntur fyrir því að spila í MLS-deildinni en margir af leikmönnum bandaríska landsliðsins hafa komið aftur í deildina frá liðum í Evrópu að undanförnu.

Þó er talið að launakröfur Arons muni fæla félög frá en hann ku fara fram á 2-2,5 milljónir dollara í árslaun.

Aron, sem á þrjú ár eftir af samningi sínum við AZ, er einnig undir smásjánni hjá Werder Bremen en eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hafnaði AZ tilboði þýska liðsins í framherjann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×