Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum hefur AZ Alkmaar samþykkt nýtt tilboð Werder Bremen í bandaríska landsliðsmanninn Aron Jóhannsson.
AZ hafnaði fyrsta tilboði þýska liðsins sem hljóðaði upp á fjórar milljónir evra en tilboð númer tvö var upp á fimm milljónir evra.
„Werder er fullkomin lið fyrir hann. Hann hefur tekið miklum framförum síðustu ár. Aroni hefur alltaf dreymt um hann spilað í Bundesligunni. Werder Bremen er félag með merka sögu,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Arons, í samtali við hollenska fjölmiðla.
Aron hefur verið í herbúðum AZ frá 2013 og skorað 39 mörk í 71 leik fyrir félagið.
Gangi félagaskiptin í gegn verður Aron fyrsti íslenski leikmaðurinn sem spilar fyrir Werder Bremen sem endaði í 10. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
