Króatíski miðjumaðurinn Mario Brlecic er genginn til liðs við ÍBV og mun leika með Eyjaliðinu út tímabilið.
Brlecic, sem er 26 ára gamall, lék síðast með NK Travik í bosnísku úrvalsdeildinni.
Hann er kominn með leikheimild hjá ÍBV og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar Eyjamenn taka á móti Fylki í 14. umferð Pepsi-deildarinnar á morgun.
Félagaskiptaglugginn lokaði á föstudagskvöldið en Eyjamenn voru búnir að senda félagaskiptabeiðni í tæka tíð.
ÍBV er í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með 11 stig, einu stigi frá fallsæti.
ÍBV fær króatískan miðjumann
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
