Bayern Munchen vann öruggan 3-0 sigur á AC Milan í seinni leik dagsins í Audi Cup æfingarmótinu sem fer fram í Munchen þessa dagana. Verður því stórleikur í úrslitum æfingarmótsins en í úrslitum taka heimamenn á móti Real Madrid.
Báðir þjálfarar stilltu upp nokkrum af helstu stjörnum liðsins í sambland við unga og efnilega leikmenn. Lék síleski miðjumaðurinn Arturo Vidal sem gekk til liðs við Bayern Munchen á dögunum sinn fyrsta leik fyrir liðið.
Spænski miðvörðurinn Juan Bernat komst fyrstur á blað eftir góða sendingu frá hinum brasilíska Douglas Costa um miðbik fyrri hálfleiks og tóku heimamenn 1-0 forskot inn í hálfleik.
Í seinni hálfleik bættu Mario Götze og Robert Lewandowksi við mörkum fyrir þýsku meistaranna þegar líða tók á hálfleikinn og gerðu út um leikinn fyrir Bayern Munchen.
Það verður því sannkallaður stórleikur þegar Bayern Munchen og Real Madrid mætast klukkan 18:45 á morgun þótt gera megi ráð fyrir því að báðir þjálfarar kjósi að hvíla margar af helstu stjörnum liðanna eftir leik dagsins. Í leiknum upp á bronsið tekur AC Milan á móti Tottenham en flautað verður til leiks 16:15 í leik Tottenham og AC Milan.
