Lífið

Brjálað fjör í hinsegin Zumba á Klambratúni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Það var rytmi í mönnum og konum á Klambratúni í dag.
Það var rytmi í mönnum og konum á Klambratúni í dag. Vísir/Ernir
Mikið fjör var á Klambratúni í dag þar sem íþróttafélagið Styrmir efndi til útiskemmtunar í tilefni af Hinsegin dögum. Gestir dönsuðu Zumba undir berum himni og hlustuðu á eitt og eitt Eurovision lag.

Blóðbankabílinn var á staðnum til að taka á móti blóði. „Líkt og í fyrra er vakin athygli á því að samkynhneigðum og tvíkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð og fólk er því hvatt til að mæta og gefa blóð í nafni vinar sem má ekki gerast blóðgjafi,“ sagði í lýsingu viðburðarins á vefsíðu Hinsegin daga.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kíkti í fjörið og tók nokkrar myndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×