Gekk nakinn eftir Laugaveginum Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2015 11:53 Fjöldi fólks fer um Laugaveginn á degi hverjum. Vísir Laugavegurinn státar jafnan af fjölbreyttu mannlífi og ekki síst nú í sumar þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega þar á ferð á hverjum degi. Nú í morgun blasti við óvenjuleg sjón því nakinn karlmaður sást ganga eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Þess ber að geta að ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Á Vísindavef Háskóla Íslands er tekið fram að í 209. grein hegningarlaga sé að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til að brotið yrði fellt undir það ákvæði. Á Vísindavefnum er þó tekið fram að í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga sé að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Ef nektin er til þess fallin að ögra fólki eða valda ónæði þá er líklegt að hún bryti gegn ákvæðum lögreglusamþykktar og nefnir Vísindavefurinn sem dæmi mann sem gengur nakinn niður Laugaveginn án sýnilegrar ástæðu. Þessi uppákoma í morgun vakti því athygli viðstaddra og þá sér í lagi ferðamanna sem sáu manninn en samkvæmt sjónarvottum spurðu nokkrir: „Er þetta alltaf svona hérna?“Uppfært klukkan 13:25:Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn færður undir hendur lækna á geðheilbrigðissviði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Laugavegurinn státar jafnan af fjölbreyttu mannlífi og ekki síst nú í sumar þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega þar á ferð á hverjum degi. Nú í morgun blasti við óvenjuleg sjón því nakinn karlmaður sást ganga eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Þess ber að geta að ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Á Vísindavef Háskóla Íslands er tekið fram að í 209. grein hegningarlaga sé að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til að brotið yrði fellt undir það ákvæði. Á Vísindavefnum er þó tekið fram að í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga sé að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Ef nektin er til þess fallin að ögra fólki eða valda ónæði þá er líklegt að hún bryti gegn ákvæðum lögreglusamþykktar og nefnir Vísindavefurinn sem dæmi mann sem gengur nakinn niður Laugaveginn án sýnilegrar ástæðu. Þessi uppákoma í morgun vakti því athygli viðstaddra og þá sér í lagi ferðamanna sem sáu manninn en samkvæmt sjónarvottum spurðu nokkrir: „Er þetta alltaf svona hérna?“Uppfært klukkan 13:25:Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn færður undir hendur lækna á geðheilbrigðissviði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira