Segir gleðigönguna staðnaða og of mikla fjölskylduhátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 14:00 Sveinn Rúnar er ekkert að skafa af því. vísir „Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“ Hinsegin Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
„Hún er dálítið föst í göngunni ef ég á að segja eins og er,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, gestur í morgunþættinum á FM957 um þá staðalímynd sem sé yfir hommum og lesbíum. „Mér finnst Gay Pride gangan frábær, auðvitað. Þið getið ímyndað ykkar, hundrað þúsund manns taka þátt í göngunni á ári hverju, það er bara ekkert smá flott. Hinsvegar finnst mér hún vera ofboðslega „frúttuð“ og mér finnst vanta fjölbreytni í hana.“ Sveinn var, ásamt vinum sínum, á palli fyrir ári síðan á einskonar hip hop palli. „Við vildum sýna fram á það að þú þarft ekkert bara að fíla Donnu Summer eða Madonnu og ef þú er lesbía, þá þarftu ekkert að safna þér yfirvaraskeggi. Sorrý, þetta er bara mín skoðun. Ég held að gangan sé orðin of mikil fjölskylduganga og of mikið framlenging á 17. júní. Það liggur við að það sé hoppukastali og candyflossvél á svæðinu og ég held að það vanti dálítið pönk í þessa göngu. Nú er ég hommi á Íslandi og það hallar ekkert á mig, ég upplifi mig ekkert eitthvað hinsegin.“ Sveinn segir að meirihluti hans vina séu gagnkynhneigðir. „Ég er ekkert öðruvísi en hinir og það er náttúrulega frábært og ákveðin forréttindi fyrir mig. Auðvitað hefur Gay Pride átt einn stærstan þátt í því, hún er fyrst gengin 1999 og ég held að þá hafi 500 manns verið á staðnum. Mér finnst samt gangan vera að staðna. Ímyndið ykkur ef einn þriðji af þjóð myndi ganga saman í gleðigöngu undir yfirskriftinni Göngum fyrir Úkraínu eða Fyrir samkynhneigða í Rússlandi,“ segir Sveinn og vill hann frekar að Íslendingar veki athygli á því að réttindabarátta samkynhneigðra sé komin stutt á mörgum stöðum í heiminum. „Ímyndið ykkur erlenda umfjöllun. Fjölmiðlar myndu fara yfir um, einn þriðji af heilli þjóð að labba í gleðigöngu. Auðvitað á fjörið að vera og glamúrið. Páll Óskar getur alveg verið á svaninum og verið í stuði, því það er skemmtilegt og stórt partur af göngunni er gleðin.“ Sveinn segir að hugtakið „hinsegin dagar“ fari nokkuð í taugarnar á honum. „Ég finn ekki fyrir því að ég sé hinsegin. Það er árið 2015 og við erum komin rosalega langt með þessa baráttu og við eigum ekkert að vera á þeim stað að fólk sé eitthvað að koma út úr skápnum, það að þú sér hommi, þá sértu hinsegin og eitthvað öðruvísi. Ég veit alveg að ég er örugglega að móðga fullt af fólki en þetta er bara mín skoðun.“
Hinsegin Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira