Ásdís kastaði 47,17 í kringlunni og vann hún keppnina þrátt fyrir að hafa ekki verið að kasta neitt sérstaklega vel að hennar mati.
Í kúluvarpinu tók hún forystuna í þriðju umferð með kasti uppá 14,74 metra. Í fimmtu umferðinni gerði hún enn betur og kastaði í fyrsta skipti yfir fimmtán metrana - kast uppá 15,45 metra.
Í síðustu umferðinni var Ásdís ekki hætt og kastaði aftur yfir fimmtán metrana. Þá kastaði hún 15,68 metra sem er það lengsta sem hún hefur kastað - en það var bæting um rúman meter sem hún átti best fyrir mótið.